Tímarit Máls og menningar - 01.07.1977, Síða 25
Hallormsstaðarbréf
sjálfan Lagarfljótsorminn. Óðar og þú fórst suður til að styðja við signar
axlir á ríkisstjórninni tók Sigrún við af þér að þeysa með okkur um
héraðið, fór með okkur upp á ofurhátt fjall og sýndi okkur veraldar-
dýrðina hið neðra, en áður en sagt yrði: allt þetta skal ég gefa ykkur,
skall á ofsarok og myrkvaðist fyrir sólu svo að við björguðum okkur
aftur til byggða. Þess verður að geta að þriðji farþegi var í bílnum,
mexíkani að sögn Sigrúnar, sem annaðhvort hafði borist hingað til lands
með Golfstraumnum eða Sigrún með einhverjum hætti heillað hann
til sín, svo mikið var víst að hún laust upp fagnandi sigurópi þegar
hann kom í skóginn og voru með þeim miklir dáleikar. En hvort sem
henni varð eigi um sel á fjallinu eða ekki, þá losaði hún sig við farþeg-
ann er á þjóðveginn kom, og urðum við hans ekki vör eftir það. Birti
nú aftur í lofti og var keyrt inn í tröllslegan afdal fjöllum luktan og
ægifagran eins og sagt er í skáldskap og fellur eftir dalnum á ein sem
ekki er vatn í svo sem frægt hefur orðið, en við sluppum heil heim
úr þessu ferðalagi.
Nú fórum við að hafa betur augu á Sigrúnu og styrktumst í þeim
grun að hún væri ekki öll þar sem hún er séð fremur en faðirinn. Þú
veist hvað velferðarríkið og æskan sem það hefur mótað er altekið ver-
aldarhug og að því er ég hélt læknað af sjúkdómi hinna eldri kynslóða,
með trúnni á Þorgeirsbola, huldufólk og álfa, og þar með auðvitað heil-
brigða sál í hraustum líkama, og við litum á dóttur þína sem háblóma
þessarar velferðaræsku, einskonar uppvaxandi rauðsokku með framkvæmd-
arstöður á hverjum fingri, verslunarstjóra undir sér, umboð fyrir olíu-
hring, bankaviðskipti og tékkhefti upp á vasann: sjálft sigurtákn vel-
ferðarríkisins. Hvernig átti okkur að detta í hug að svona stúlka og
það hátt á menntabrautinni legði eyru við neinu dulrænu eða ætti ein-
hver leynigöng inn í huldubyggðir, eða væri ekki í alla staði mennsk?
En fyrstu efasemdirnar vöknuðu er við komum út á hótel og sáum þar
myndir á vegg eftir Sigrúnu. Liggur þá veilan enn í ættinni? hugsaði
ég og fór að rifja upp Tóníó Kröger. Og það varð stöðugt meiri sveim-
ur að bænum og mestur kringum Sigrúnu. Hún kynnti þetta aðstreymi
fyrir okkur ýmist með ljósum eða óljósum hætti: Bensi, Jónsi, kennari
minn úr Reykjavík, vinkona mín úr Kópavogi, æskuvinur af þessum og
þessum bæ, skógræktarnemi frá Mexíkó. Við kynntumst Bensa og Jónsa
og vissum að þeir voru raunverulegir, a. m. k. á daginn, því að við sáum
þá við vinnu sína og tókum þá stundum tali. En best gæti ég trúað að
135