Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1977, Síða 34

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1977, Síða 34
Tímarit Aídls og menningar og þeir láta í ljós þá von að atburðunum við alþingishúsið séu gerð „nokk- uð tæmandi skil.“ (Bls. 5—6). Þeir taka hvergi fram að þeir hafi ákveðna afstöðu til málsins sem deilt var um eða skrifi um það frá ákveðnu sjónarmiði. Stefnuyfirlýsingu þeirra verður því að skilja svo að þeir þykist skrifa óhlutdræga frásögn, og í ljósi þeirrar yfirlýsingar verður að meta verk þeirra. Nú þykist ég geta fullyrt að höfundar séu báðir hlynntir aðild Islands að Atlantshafsbandalaginu. Það er því fróðlegt að athuga hvort ekki má greina þá skoðun í bókinni. Þess vegna hef ég tekið þann kost að gera litla athugun á afstöðu höfunda í stað þess að skrifa venjulegan ritdóm um bókina, eins og upphaflega stóð til. En fyrst verð ég að slá tvo var- nagla. í fyrsta lagi hef ég ekki gert neina athugun á heimildanotkun höf- unda. Eg er ekki nákunnugur ritheimildum þeirra og hef ekki rætt mál- ið við heimildarmenn. A sínum tíma fékk ég alla vitneskju um atburð- ina 30. mars úr Ríkisútvarpinu og Tímanum og var ekki í neinum vandræðum með að taka afstöðu. Því verð ég að láta liggja á milli hluta að sinni hvort höfundar velja óhlutdrægt úr heimildum sínum. I öðru lagi er það auðvitað ekkert hneyksli þó að höfundar falli á hlutleysis- prófinu. Söguheimspekingar munu nú flestir hættir að bíða eftir hinni fullkomnu, sönnu og óhlutdrægu sögu. Stefnuyfirlýsing höfunda er því eitt af þrennu, merki um ofdirfsku eða vanþekkingu á sagnfræði eða tilraun til að plata lesandann svolítið. Engu að síður getur verið þarft og fróðlegt að virða fyrir sér í hvaða myndum hlutdrægni höfunda kann að birtast. II Fyrst er rétt að taka fram að bókin er engan veginn einhliða áróður. Þannig er til dæmis hafnað eindregið þeirri kenningu NATO-sinna sam- tímans að árásin á alþingishúsið hefði verið skipulögð fyrirfram af sósíal- istum (bls. 278). Eklci er heldur dregin fjöður yfir það að fylgismenn aðildar hafi staðið illa að verki á margan hátt; þeir hafi kynnt málið seint og illa og alið þannig á tortryggni; liðssafnaður þeirra hafi verið illa undirbúinn og liðinu beitt klaufalega; fólk hafi ekki verið aðvarað að gagni áður en táragasi var varpað að því á Austurvelli (bls. 69—70, 144
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.