Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1977, Side 36

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1977, Side 36
Tímarit Máls og menningar að höfundar staðnæmist svo skyndilega að kvöldi 30. mars 1949- Einn þráður er rakinn áfram í bókarlok allt til 1957. Það er nefnilega endað á náðun þeirra sem voru dæmdir fyrir óeirðirnar á Austurvelli. Af því mætti ráða að allt hefði smám saman fallið í ljúfa löð og allir orðið ánægðir áður en lauk. Þetta er veigamikið atriði af því að síðasti hluti ritverks skilur að jafnaði mest eftir sig hjá lesanda og veldur því miklu um heildaráhrif þess. (Lesandi getur vel prófað það með því að ímynda sér efnisatriði þessarar greinar í annarri röð). Það er kannski of mikið sagt að hlutdrægni höfunda birtist í þvx að þeir vanræki að túlka um- mæli sósíalista og vekja athygli á því sem þeir lögðu sannast til mál- anna. Andstæðingum þeirra eru iðulega gerð engu betri skil. En það er að minnsta kosti ljóst að einstakar klausur úr þingræðum og Þjóð- viljagreinum eru lítið mótvægi gegn ýmsu öðru sem nú kemur að. III Nokkrum sinnum birtist afstaða höfunda í þeirri mynd sem augljósust er og því kannski meinlausust, beinlínis í hæpnum túlkunum eða rang- túlkunum á efnisatriðum sögunnar. Baldur Guðlaugsson hafnar til dæm- is næsta hvatvíslega þeirri hugmynd að stofnun Atlantshafsbandalagsins hafi í raun verið útþensla bandaríkjamanna. Af einhverjum ástæðum virðist hann ekki heimfæra upp á Bandaríkin það stjórnmálafræðilega lögmál sem hann setur fram í umræðu um útþenslu sovétmanna í Austur- Evrópu (bls. 19): „Það er eðli stórvelda að breiða úr sér yfir tómarúm.“ Auðvitað eru engin rök í þessu sambandi að benda á andstöðu Banda- ríkjaþings gegn skuldbindingum við NATO-ríkin, slíkt getur meira að segja orkað villandi ef fólk áttar sig ekki á að bandaríkjamenn búa ekki við þingræðisskipulag eins og við eigum að venjast. Um afstöðu sósíalista í nýsköpunarstjórninni er tekin upp nær orð rétt setning eftir Þór Whitehead: „... eins og Olafur Thors hafði rétti lega reiknað var stjórnarsamstarfið sósíalistum mikilvægara en krafan um tafarlausan brottflutning hersins.“ (Bls. 24—25).1 Þetta er villandi í því sambandi sem það stendur í bókinni af því að sósíalistar áttu þarna 1 Sbr. Þór Whitehead: Lýðveldi og herstöðvar 1941—46. Skírnic CL (1976), 150. 146
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.