Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1977, Side 37

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1977, Side 37
Athugun á hlutdrcegni ekkert val. Það hefur einmitt verið ánægjulegt fyrir sósíalista að kom- ast að því, þegar birst hafa ný gögn um þessa hluti, að liðsmenn þeirra á nýsköpunarárunum léðu aldrei máls á neinu makki um hernámsmálin, og hvergi hefur enn orðið vart við að þeir hafi tekið neitt fram yfir brottför hersins.2 Þvert á móti notuðu þeir setu sína í ríkisstjórn til að berjast fyrir brottför herliðsins og háðu um skeið árangursríkt varnar- stríð gegn varanlegri íhlumn bandaríkjamanna, eins og gleggst hefur komið fram hér í Tímaritinu nýlega.3 Það eru því alger öfugmæli þeg- ar reynt er að klína á sósíalista hentistefnu Olafs Thors í nýsköpunar- stjórninni. Annað veifið er reynt að láta líta svo út sem raunverulegur ótti hafi verið við valdarán kommúnista á Islandi á árunum eftir stríðið. „... ýms- ir tóku að óttast, að íslenzkir sósíalistar kynnu að ætla að láta hendur skipta hér innanlands.“ (Bls. 35). Ekki fylgir sögunni hverjir þessir „ýms- ir“ voru, og síðar í bókinni er andmælt staðhæfingu, sem til er eftir bandaríska sendiherrann hér, að Ólafur Thors hafi verið haldinn slík- um ótta (bls. 151). Það hefði sannarlega verið þörf á að rökstyðja þessa kenningu betur ef hún hefði átt að orka sannfærandi á nokkurn hugs- andi mann. IV Verulegum hluta bókarinnar er varið í að kanna ímyndaðar eða raun- verulegar rangfærslur í málflutningi Þjóðviljans og fulltrúa sósíal- ista á þingi. Miklu púðri er eytt í að leiðrétta sögu Þjóðviljans af Margréti Onnu Þórðardóttur sem gaf Stefáni Jóhanni kinnhest. Það er upplýst samviskusamlega að hún hafi ekki verið látin dúsa í fangelsi í sólar- hring eins og Þjóðviljinn segir, heldur líklega aðeins um 17 tíma, að hún hafi ekki heldur fengið blómvendi í fangelsið, heldur heim til sín eftir að þaðan var komið (bls. 251—52). Sérstök rannsókn er gerð á þeim orðum Þjóðviljans að fundir hafi verið haldnir gegn aðild „í flestum bæjum landsins og flesmm félögum...“. Niðurstaðan er sú, að aðeins 2 Eg hef einkum í huga Þór Whitehead: Lýðveldi og herstöðvar. 3 Kristinn E. Andrésson: Minnisblöð um leynifundi þingmanna um herstöðva- málið 1945. Tímarit Máls og menningar XXXVIII (1977), 3—17. 147
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.