Tímarit Máls og menningar - 01.07.1977, Page 37
Athugun á hlutdrcegni
ekkert val. Það hefur einmitt verið ánægjulegt fyrir sósíalista að kom-
ast að því, þegar birst hafa ný gögn um þessa hluti, að liðsmenn þeirra
á nýsköpunarárunum léðu aldrei máls á neinu makki um hernámsmálin,
og hvergi hefur enn orðið vart við að þeir hafi tekið neitt fram yfir
brottför hersins.2 Þvert á móti notuðu þeir setu sína í ríkisstjórn til að
berjast fyrir brottför herliðsins og háðu um skeið árangursríkt varnar-
stríð gegn varanlegri íhlumn bandaríkjamanna, eins og gleggst hefur
komið fram hér í Tímaritinu nýlega.3 Það eru því alger öfugmæli þeg-
ar reynt er að klína á sósíalista hentistefnu Olafs Thors í nýsköpunar-
stjórninni.
Annað veifið er reynt að láta líta svo út sem raunverulegur ótti hafi
verið við valdarán kommúnista á Islandi á árunum eftir stríðið. „... ýms-
ir tóku að óttast, að íslenzkir sósíalistar kynnu að ætla að láta hendur
skipta hér innanlands.“ (Bls. 35). Ekki fylgir sögunni hverjir þessir „ýms-
ir“ voru, og síðar í bókinni er andmælt staðhæfingu, sem til er eftir
bandaríska sendiherrann hér, að Ólafur Thors hafi verið haldinn slík-
um ótta (bls. 151). Það hefði sannarlega verið þörf á að rökstyðja þessa
kenningu betur ef hún hefði átt að orka sannfærandi á nokkurn hugs-
andi mann.
IV
Verulegum hluta bókarinnar er varið í að kanna ímyndaðar eða raun-
verulegar rangfærslur í málflutningi Þjóðviljans og fulltrúa sósíal-
ista á þingi. Miklu púðri er eytt í að leiðrétta sögu Þjóðviljans af Margréti
Onnu Þórðardóttur sem gaf Stefáni Jóhanni kinnhest. Það er upplýst
samviskusamlega að hún hafi ekki verið látin dúsa í fangelsi í sólar-
hring eins og Þjóðviljinn segir, heldur líklega aðeins um 17 tíma, að hún
hafi ekki heldur fengið blómvendi í fangelsið, heldur heim til sín eftir
að þaðan var komið (bls. 251—52). Sérstök rannsókn er gerð á þeim
orðum Þjóðviljans að fundir hafi verið haldnir gegn aðild „í flestum
bæjum landsins og flesmm félögum...“. Niðurstaðan er sú, að aðeins
2 Eg hef einkum í huga Þór Whitehead: Lýðveldi og herstöðvar.
3 Kristinn E. Andrésson: Minnisblöð um leynifundi þingmanna um herstöðva-
málið 1945. Tímarit Máls og menningar XXXVIII (1977), 3—17.
147