Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1977, Page 39

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1977, Page 39
Athugun á hlutdrcegni ingunum eru ekki gerð nein sambærileg skil. Engin rannsókn er gerð á réttmæti þess hjá Morgunblaðinu að kalla Margréti Önnu Þórðar- dótrnr „kvensnift“ (bls. 250), 17 ára stúlkuna. Svo aftur sé vikið að Lúðvíks þætti Jósepssonar er haft eftir Morgunblaðinu: „Blés Einar Ol- geirsson sig mjög út yfir þessum hrellingum flokksbróður síns, sem af einhverjum ástæðum hafði í þetta skiptið valið bakdyr þinghússins. — Höfðu kommúnistar þannig skömm eina af hávaða Einars og bak- dyrarápi Lúðvíks----------“. (Bls. 179). En tveim blaðsíðum fyrr hef- ur verið haft eftir Lúðvík að aðaldyr hússins hafi verið lokaðar. Hér setja höfundar engan rannsóknarrétt til þess að komast að því hvort Morgunblaðið eða Lúðvík höfðu rétt fyrir sér. Niðurstaða ótortryggins lesanda hlýtur að verða sú að fylgismenn aðildar hafi að jafnaði sagt nokkurn veginn satt frá atburðum en andstæðingarnir skrumskælt allar staðreyndir. Alyktun hans verður óhjákvæmilega sú að fylgismenn hafi haft góðan málstað en andstæðingarnir vondan. Mestu máli skiptir þó að eltingarleikurinn við rangfærslur Þjóðviljans rýfur öll eðlileg efnishlutföll. Pappírnum er eytt í sparðatíning en aðal- atriði málsins látin ósnert. Til dæmis er hvergi rætt hvort þingflokkur framsóknarmanna var í rauninni klofinn í málinu eða hvort honum var skipt upp af ásettu ráði til þess að milda óánægju fylgismanna sem voru á móti aðild. Aðeins er tæpt á þeirri skoðun Stefáns Jóhanns Stefáns- sonar að Hermann Jónasson hafi verið hlynntari aðild en hann lét en þóst vera tortrygginn á hana til þess að halda fylgi til vinstri (bls. 111— 12). Svo er eins og höfundar gleymi þessu, og hefði þó Skírnisgrein Þórs Whitehead í fyrra átt að nægja til þess að vekja forvitni um þetta atriði.4 Veigamikill hlutur er líka sniðgenginn þar sem innganga íslands í Atlantshafsbandalagið er hvergi sett í samband við þann varnargarð sem Bandaríkin voru að hlaða um sig úr „vinveittum" ríkjum á eftir- stríðsárunum, ekki aðeins í Vesmr-Evrópu, heldur um allan heim. Að jafnaði kemur höfundarafstaða í sagnfræðiritum hvergi eins vel fram og í efnishlutföllum, hvað valið er til umræðu og hverju er sleppt. Þessi bók er þar engin undantekning. Með því að fjölyrða um smáatriði er öllu málinu drepið á dreif og fátt sýnt í sögulegu samhengi. Niður- staðan er sú að lesandi er leyndur meginlínunum og samhengi atburð- anna við söguþróun síns tíma. 4 Þór Whitehead: Lýðveldi og herstöðvar, 139, 148, 156, 162—66. 149
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.