Tímarit Máls og menningar - 01.07.1977, Page 41
Athugun á hlutdrce.gni
í lýsingum eða staðhæfingum. En höfundar nota blæbrigði málsins til
að setja lesandann í spor annars aðilans í deilunni, sjá atburðina frá hans
sjónarmiði, en halda honum jafnframt í sem mestri fjarlægð frá sjónar-
miði hins.
VI
Loks verður að koma að því sem er kannski erfiðast viðfangs, en það
er afstaða sem höfundur þarf aldrei að láta í ljós af því að hann getur
reiknað með henni hjá lesanda, forsendur sem hann getur gengið út frá
í trausti þess að flestir lesendur gangi út frá þeim líka umhugsunarlaust.
I þessari bók skín hvarvetna í gegn að lögleg yfirvöld, ríkisstjórn og
kjörnir þingfulltrúar, hafi tvímælalausan rétt til þess að taka hvaða
ákvörðun sem er fyrir hönd samfélagsins og að það sé siðferðilega rangt
af stjórnarandstöðu eða minnihluta að reyna að hindra slíkar ákvarðanir.
Líklega munu flestir geta fallist á að þessi regla sé góð og gild í íslensku
nútímaþjóðfélagi, en ef fólk hugsaði út í hvaða afleiðingar hún hefði
haft á söguþróun mannkynsins, hefði hún ávallt verið höfð í heiðri, þá
er hætt við að hún félli nokkuð í gildi.
Varðandi rétt löglegra yfirvalda er þetta augljóst. Líklega hefði eng-
in yfirstétt í neinu Evrópulandi látið af völdum ef hún hefði ekki verið
beitt, eða átt yfir höfði sér að verða beitt, ofbeldi valdalauss meirihluta.
Þetta á jafnt við um aðal, embættismannaveldi einvaldra konunga og
borgaralegan minnihluta. Sjálft meirihlutalýðræðið er því bein eða ó-
bein afleiðing hnefaréttar.
Vandfarnara er með rétt minnihluta af því að þar komum við að
ómælanlegum stærðum. Þó er víst að þær stundir koma í hverju sam-
félagi að minnihluti ber eitthvert mál svo fyrir brjósti og er tilbúinn að
fórna svo miklu fyrir það að það er nauðsynlegt fyrir meirihlutann að
láta undan. Hér verður að nægja eitt dæmi: Islenska ríkið á tilveru sína
tvímælalaust því að þakka að íslenski þjóðernisminnihlutinn í danska
ríkinu hafði margfalt meiri áhuga á aðskilnaði þjóðanna en danski meiri-
hlutinn hafði á einingu þeirra. Og hver kysi nú að meirihlutinn hefði
alltaf fengið að ráða í því máli? Stundum kemur það fyrir að skamm-
sýnn og hrokafullur meirihluti valdhafa knýr fram ákvörðun sem stór
minnihluti — eða jafnvel meirihluti — samfélagsins getur ekki sætt sig
151