Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1977, Qupperneq 41

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1977, Qupperneq 41
Athugun á hlutdrce.gni í lýsingum eða staðhæfingum. En höfundar nota blæbrigði málsins til að setja lesandann í spor annars aðilans í deilunni, sjá atburðina frá hans sjónarmiði, en halda honum jafnframt í sem mestri fjarlægð frá sjónar- miði hins. VI Loks verður að koma að því sem er kannski erfiðast viðfangs, en það er afstaða sem höfundur þarf aldrei að láta í ljós af því að hann getur reiknað með henni hjá lesanda, forsendur sem hann getur gengið út frá í trausti þess að flestir lesendur gangi út frá þeim líka umhugsunarlaust. I þessari bók skín hvarvetna í gegn að lögleg yfirvöld, ríkisstjórn og kjörnir þingfulltrúar, hafi tvímælalausan rétt til þess að taka hvaða ákvörðun sem er fyrir hönd samfélagsins og að það sé siðferðilega rangt af stjórnarandstöðu eða minnihluta að reyna að hindra slíkar ákvarðanir. Líklega munu flestir geta fallist á að þessi regla sé góð og gild í íslensku nútímaþjóðfélagi, en ef fólk hugsaði út í hvaða afleiðingar hún hefði haft á söguþróun mannkynsins, hefði hún ávallt verið höfð í heiðri, þá er hætt við að hún félli nokkuð í gildi. Varðandi rétt löglegra yfirvalda er þetta augljóst. Líklega hefði eng- in yfirstétt í neinu Evrópulandi látið af völdum ef hún hefði ekki verið beitt, eða átt yfir höfði sér að verða beitt, ofbeldi valdalauss meirihluta. Þetta á jafnt við um aðal, embættismannaveldi einvaldra konunga og borgaralegan minnihluta. Sjálft meirihlutalýðræðið er því bein eða ó- bein afleiðing hnefaréttar. Vandfarnara er með rétt minnihluta af því að þar komum við að ómælanlegum stærðum. Þó er víst að þær stundir koma í hverju sam- félagi að minnihluti ber eitthvert mál svo fyrir brjósti og er tilbúinn að fórna svo miklu fyrir það að það er nauðsynlegt fyrir meirihlutann að láta undan. Hér verður að nægja eitt dæmi: Islenska ríkið á tilveru sína tvímælalaust því að þakka að íslenski þjóðernisminnihlutinn í danska ríkinu hafði margfalt meiri áhuga á aðskilnaði þjóðanna en danski meiri- hlutinn hafði á einingu þeirra. Og hver kysi nú að meirihlutinn hefði alltaf fengið að ráða í því máli? Stundum kemur það fyrir að skamm- sýnn og hrokafullur meirihluti valdhafa knýr fram ákvörðun sem stór minnihluti — eða jafnvel meirihluti — samfélagsins getur ekki sætt sig 151
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.