Tímarit Máls og menningar - 01.07.1977, Side 49
Lýst er eftir Pétri Péturssyni verkamanni
yfirstéttarinnar eru henni í vil og að útbreiðsla þessara hugmynda stuðlar
að óbreyttu þjóðskipulagi. Að baki siðareglum ömmu um að taka mis-
skiptingu auðæfanna með stillingu og án öfundar býr kenningin um
að ríkjandi þjóðfélagsskipan sé sett af guði og hafin yfir breytingar. Og
þótt amma geti á stundum ekki orða bundist yfir óréttlætinu sem fá-
tæklingar eru beittir þá miðlar hún Pétri ekki þessari réttlætiskennd
heldur hugmyndafræði yfirstéttarinnar um eilífðareðli stéttaþjóðfélags-
ins. — Dyggðirnar sem faðirinn innprentar Pétri, „iðni, dugnaður og
samvizkusemi“, eru vel til þess fallnar að halda lágstéttarfólki kyrru í
sinni stétt. Faðirinn er sjálfur dæmi þess, hann hefur stundað þessar
dyggðir um ævina og honum hefur haldist vel á fátækt sinni. Kenningin
um að velmegun fylgi í kjölfar þessara dyggða er þess vegna í andstöðu við
veruleikann. Orðin, sem faðirinn missir út úr sér um höfðingjana, standa
nær staðreyndunum en opinberi sannleikurinn sem hann matar son sinn
á. Hér er því um að ræða falska vitund lágstéttarfólks eins og í dæmi
ömmu en henni geta menn ekki varist nema þeir berjist stöðugt og
meðvitað gegn henni. Hún geymir nefnilega hugmyndir ríkjandi stéttar og
þær hljóta alltaf að vera lágstéttinni í óhag.
Nátengd hugmyndinni um guðlegt upphaf misskiptingar auðæfanna,
eins og amma lýsir því, er hugmyndin um almáttugan, algóðan guð.
Amma innrætir Pétri þá gagnrýnislausu afstöðu sem felst í trúarbrögð-
unum.
Guð sér hverjum einum fyrir því sem hann þarfnast. Lítið til fuglanna í
loftinu, enginn, ekki einn einasti þeirra fellur til jarðar án vilja guðs.
(94)
Ósamræmið á milli hörku náttúrunnar og almættis algóðs guðs er
látið liggja í þagnargildi. Misræmið leitar þó á Pétur. Hann sér smáfugl-
ana deyja á vorin, kynnist náttúruhamförum og slysum. Allt er þetta
ósamrýmanlegt trúarbrögðunum en menn sætta sig við það og það gerir
þeim lífið stundum auðveldara en ef þeir höfnuðu trúarkenningunum.
Eins og fram kom hér að framan í umfjölluninni um stéttaskiptingu
þjóðfélagsins þá nær áhrifasvæði trúarbragðanna ekki bara til náttúrunnar
heldur einnig mannlífsins. Guðstrúin gerir lítið úr mætti mannsins til að
hafa áhrif á umhverfi sitt, hins vegar segir reynslan að breytni manna hafi
áhrif.
159