Tímarit Máls og menningar - 01.07.1977, Page 52
Tímarit Máls og menningar
ur hafa veriS að nota hann, siga honum. Verkfallsverðir taka á móti
bændunum en höfðingjarnir koma hvergi nærri átökunum. Við þennan
atburð verður pabba ljósara en áður að hann á ekki samleið með auð-
valdinu. Hitt sér hann ekki að bændur og verkalýður gætu sameinaðir
boðið auðvaldinu birginn. Hann leitar ekki eftir samstöðu við verka-
menn.
Þegar Pétur stálpast tvístígur hann í afstöðunni til sósíalismans. Gegn-
um Hörð, móðurbróður sinn í kaupstaðnum, kynnist hann hugmyndum
um byltingu öreiga og stéttlaust þjóðfélag. Hörður er eldheitur hugsjóna-
maður og skilur stéttarstöðu sína sem öreigi. Þess vegna vill hann
hvorki sækja um sveitarstyrk né setjast á jörð föður síns þar sem lífs-
baráttan yrði talsvert auðveldari. Að lifa lífi öreigans er liður í baráttu
hans gegn þeirri fölsku sjálfsvitund sem lágstéttirnar geta ekki varist
ef þær ánetjast leikreglum ríkjandi skipulags. Pétur verður fyrir sterk-
um áhrifum frá Herði, hann sér „breytingarþörf sköpunarverksins“ í kaup-
staðnum og finnur hana í eigin aðstæðum. Þess vegna vill hann greiða
götur byltingarinnar með Herði og félögum hans og...
... skapa nýjan heim, þar sem mannlegt réttlæti ríkir. Hjálpa þeim til að
umbylta sköpunarverkinu og byggja nýja veröld úr óskapnaðinum.
(100)
Á hinn bóginn er Pétur sonur föður síns, sjálfseignarbóndans, sem er
illa við höfðingjana en verr við bolsana af því að þeir eru á móti einka-
eignarréttinum og það er sagt að þeir vilji taka jörðina, það eina sem
gerir mönnum kleift að standa uppréttir frammi fyrir höfðingjunum.
Sjálfur finnur Pétur til náinna tengsla við sveitina sína þar sem allt er á
sínum stað, fjöllin, áin og mamma hans. Og það sem mest er um vert,
Pétur er þar sjálfur á sínum stað.
Og hann finnur að hér á hann heima og er feginn að allt er á vísum stað.
(103)
í þessum heimi Péturs, sveitinni, eru meiri háttar breytingar ekki aðkall-
andi.
Og sköpun nýrrar veraldar er ekki eins aðkallandi, getur enn dokað við
um stund.
(104)
162