Tímarit Máls og menningar - 01.07.1977, Side 53
Lýst er eftir Pétri Péturssyni verkamanni
Þar sem staða Péturs er allgóð miðað við öreiga kaupstaðarins sveifl-
ast hann til í byltingarákafa sínum. Þó býður jarðeignin ekki upp á neitt
sældarlíf eins og áður hefur verið drepið á. Jörðin gefur lifibrauðið „klippt
og skorið“ (bls. 110) en það er tæpast hægt að lifa mannsæmandi lífi á
henni.
Menntun, skemmtanir, þátttaka í félagslífi, allt kostar það peninga.
(109)
Pétur fær ekkert kaup fyrir vinnu sína á búinu og verður að neita
sér um flest af ofannefndu. Hann fyllist beiskju í garð föður síns sem
ver lífshætti þeirra fram í rauðan dauðann og talar um „sparnað og aftur
sparnað, um framtak og heiðarleik“ (bls. 110). Svo hart er þrengt að
Pétri að minnstu munar að hann gangi í hóp með öreigum og gerist
virkur sósíalisti. En viðleitni móðurinnar, sem kemur í veg fyrir árekstra
milli feðganna, og hin sterku bönd, sem tengja hann við átthagana og
sveitalífið, valda því að Pétur stígur ekki skrefið til fulls, þ. e. a. s.
hann verður ekki virkur byltingarsinni heldur bíður átekta og vonar
að eitthvað muni gerast.
I huga Péturs tengist byltingarhugsjónin persónu Harðar. Hann er
honum eins konar véfrétt sem kann svar við öllu. Það er þess vegna
mikið áfall fyrir Pétur hvernig sambandið við Láru breytir Herði. Þeg-
ar Hörður byrjar að hugsa vel um fjölskyldu sína og koma sér þannig
fyrir að hann geti lifað þægilegu lífi á líðandi smnd þá er eins og bylt-
ingin sé ekki lengur jafn brýn. Hörður hefur ánetjast leikreglum ríkjandi
skipulags. Hann byrjar að feta sig upp þjóðfélagsstigann og því lengra
sem hann kemst þeim mun óæskilegri verður öreigabyltingin. Afstaða
hans gerbreytist, m. a. afstaða hans til hernámsins.
— Auðvitað látum við þá fara, við getum ekki heitið sjálfstæð þjóð með
erlendan her í landinu á friðartímum./... /En við verðum að fara að öllu
með gát.
(168)
Frá því að vera byltingarmaður, andófsmaður gegn þjóðfélagsskipaninni
í heild, breytist Hörður í hægfara framfarasinna sem vill vinna innan
kerfisins.
Þróun Harðar, svo og hin almenna pólitíska þróun með áframhald-
163