Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1977, Page 53

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1977, Page 53
Lýst er eftir Pétri Péturssyni verkamanni Þar sem staða Péturs er allgóð miðað við öreiga kaupstaðarins sveifl- ast hann til í byltingarákafa sínum. Þó býður jarðeignin ekki upp á neitt sældarlíf eins og áður hefur verið drepið á. Jörðin gefur lifibrauðið „klippt og skorið“ (bls. 110) en það er tæpast hægt að lifa mannsæmandi lífi á henni. Menntun, skemmtanir, þátttaka í félagslífi, allt kostar það peninga. (109) Pétur fær ekkert kaup fyrir vinnu sína á búinu og verður að neita sér um flest af ofannefndu. Hann fyllist beiskju í garð föður síns sem ver lífshætti þeirra fram í rauðan dauðann og talar um „sparnað og aftur sparnað, um framtak og heiðarleik“ (bls. 110). Svo hart er þrengt að Pétri að minnstu munar að hann gangi í hóp með öreigum og gerist virkur sósíalisti. En viðleitni móðurinnar, sem kemur í veg fyrir árekstra milli feðganna, og hin sterku bönd, sem tengja hann við átthagana og sveitalífið, valda því að Pétur stígur ekki skrefið til fulls, þ. e. a. s. hann verður ekki virkur byltingarsinni heldur bíður átekta og vonar að eitthvað muni gerast. I huga Péturs tengist byltingarhugsjónin persónu Harðar. Hann er honum eins konar véfrétt sem kann svar við öllu. Það er þess vegna mikið áfall fyrir Pétur hvernig sambandið við Láru breytir Herði. Þeg- ar Hörður byrjar að hugsa vel um fjölskyldu sína og koma sér þannig fyrir að hann geti lifað þægilegu lífi á líðandi smnd þá er eins og bylt- ingin sé ekki lengur jafn brýn. Hörður hefur ánetjast leikreglum ríkjandi skipulags. Hann byrjar að feta sig upp þjóðfélagsstigann og því lengra sem hann kemst þeim mun óæskilegri verður öreigabyltingin. Afstaða hans gerbreytist, m. a. afstaða hans til hernámsins. — Auðvitað látum við þá fara, við getum ekki heitið sjálfstæð þjóð með erlendan her í landinu á friðartímum./... /En við verðum að fara að öllu með gát. (168) Frá því að vera byltingarmaður, andófsmaður gegn þjóðfélagsskipaninni í heild, breytist Hörður í hægfara framfarasinna sem vill vinna innan kerfisins. Þróun Harðar, svo og hin almenna pólitíska þróun með áframhald- 163
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.