Tímarit Máls og menningar - 01.07.1977, Page 59
Lýst er eftir Pétri Péturssyni verkamanni
virðist hann falla inn í kerfið, a. m. k. hvað snertir val á leikföngum,
byssur og skriðdrekar, en þetta eru einmitt hlutir sem drengjum nútím-
ans er kennt að óska sér. A þessu má sjá að leiðbeinendur manna um
geðheilsu séu mikilvægar stoðir samfélagskerfisins.
Lilja hefur mjög ósjálfstæða afstöðu til skólakerfisins og vill að dótt-
irin hlýði því gagnrýnislaust. Hún treystir ekki dómgreind sinni þegar
geðheilsa barna hennar á í hlut. A flestum öðrum sviðum vantreystir hún
sjálfri sér líka og heldur fram heimsku sinni, t. d. í sambandi við bók-
menntir.
Þú ættir heldur að spyrja hvernig hann fer að því að skrifa svona merki-
legar bækur, sem allir eru hrifnir af, þó við höfum náttúrlega ekkert vit
á því, eða ég.
(121)
Fullyrðingin um eigin heimsku er eins konar viðlag hjá Lilju. Hún
notar hana sem afsökun þess að svíkjast undan að taka ábyrga afstöðu
til hlutanna. Það undirstrikar þröngsýni hennar þegar hún segist ekki
vilja lesa neitt það sem krefjist hugsunar enda kemur í Ijós í samtalinu
við Kiddu að hún lætur sig eingöngu varða líkamlegar þarfir dóttur
sinnar en skilur ekki og hefur beyg af spurningum og vangaveltum
hennar. Svo snauð er Lilja að þegar Kidda opnar henni hug sinn hefur
hún ekkert til að bjóða á móti annað en epli og svefntöflur — dauða
hluti. Oðru vísi getur hún ekki tjáð tilfinningar sínar. Skilningsleysi
hennar á hugleiðingar Kiddu kemur einna best fram í viðbrögðum henn-
ar þegar Kidda segist hafa velt fyrir sér hvað þau vanti.
— Vantar? Okkur vantar ekki neitt, nema þá sjónvarpstækið...
(24)
Hluthyggjan hefur náð tökum á Lilju. Tilfinningar hennar til barna
sinna, sambúð fjölskyldunnar, allt er þetta orðið hlutgert. Þegar tilveran
er bútuð niður í ótal einangruð svið er mönnum ókleift að ná heildar-
sýn. I verkahring Lilju eru líkamlegar þarfir fjölskyldunnar, ábyrgðina
á öðrum þörfum hafa m. a. skóla- og heilbrigðisyfirvöld tekið af henni.
Eftir að Pétur er fundinn kemur í ljós að það er ýmislegt sem Lilju
[finnst verra en dauðinn, t. d. að missa stjórn á sér eins og Pétur gerði
og lenda á geðsjúkrahúsi. Viðbrögð hennar við fréttinni lýsa beiskju
169