Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1977, Síða 65

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1977, Síða 65
Lýst er eftir Pétrt Péturssyni verkamanni issa náðarmeðala eins og trúarbragðanna eða deyfilyfja. Hvarf Péturs er andóf gegn þessu samfélagi og hugmyndafræði þess og sama gildir um uppsteyt Kiddu. Kidda er vel gefinn og fróðleiksfús unglingur. Hún er ennþá ekki farin að heyja baráttu fyrir lífsbjörginni og er — kannski m. a. þess vegna — mjög næm fyrir umhverfi sínu og göllum þess. í leit Kiddu að orsökum hlutanna verður Lilja stundum fyrir svörum. En svör hennar nægja dótturinni engan veginn. Galopinni spurningu Kiddu um hvers vegna hún þurfi að læra það sem henni leiðist svarar Lilja í samræmi við þröng sjónarmið samkeppnisþjóðfélagsins og Kidda er engu nær. Og þegar Kidda er að velta fyrir sér „hvað okkur vantar“, m. ö. o. í hverju sambúð fjölskyldunnar sé ábótavant, þá er það auglýsingadeild neysluþjóðfélagsins sem leggur Lilju svar í munn: Okkur vantar ekki neitt, nema þá sjónvarpstækið... (24) í þessu sambandi kemur fram andspyrna Kiddu við hlutgervingunni sem hún finnur ógna sér frá öllum hliðum. — Eg átti ekki við hluti, mamma, það er fullt af drasli í kringum okkur, — hlutum sem þið kaupið og allir kaupa. Hvaða gagn er að svona hlutum, mamma? (24) Kidda reynir að hreyfa andmælum gegn hlutgervingu mannlegra sam- skipta innan heimilisins. Lilja hefur samsamað sig hlutgervingunni, hún er firrt, og þess vegna finnst henni uppsteytur Kiddu vera sjúklegur og vill að hún taki róandi töflur. Kidda streitist á móti og gefst ekki upp fyrr en í fulla hnefana eða þegar sambandsleysi hennar við foreldrana verður henni ofviða. Um hvað talaði pabbi við mig á kvöldin, þegar ég var lítil? — Það man ég ekki. Ætli það hafi verið nokkuð sérstakt, bara svona eins og maður talar við smákrakka, einhverja vitleysu. — Bara einhverja vitleysu? Kannski ég fái töflu, mamma------- (25) Það kemur fram að Kidda hefur verið á taugatöflum samkvæmt læknis- ráði vegna þess hvað hún varð „upptrekkt útaf alls konar smámunum“ 175
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.