Tímarit Máls og menningar - 01.07.1977, Blaðsíða 65
Lýst er eftir Pétrt Péturssyni verkamanni
issa náðarmeðala eins og trúarbragðanna eða deyfilyfja. Hvarf Péturs er
andóf gegn þessu samfélagi og hugmyndafræði þess og sama gildir um
uppsteyt Kiddu.
Kidda er vel gefinn og fróðleiksfús unglingur. Hún er ennþá ekki farin
að heyja baráttu fyrir lífsbjörginni og er — kannski m. a. þess vegna
— mjög næm fyrir umhverfi sínu og göllum þess. í leit Kiddu að
orsökum hlutanna verður Lilja stundum fyrir svörum. En svör hennar
nægja dótturinni engan veginn. Galopinni spurningu Kiddu um hvers
vegna hún þurfi að læra það sem henni leiðist svarar Lilja í samræmi
við þröng sjónarmið samkeppnisþjóðfélagsins og Kidda er engu nær.
Og þegar Kidda er að velta fyrir sér „hvað okkur vantar“, m. ö. o. í
hverju sambúð fjölskyldunnar sé ábótavant, þá er það auglýsingadeild
neysluþjóðfélagsins sem leggur Lilju svar í munn:
Okkur vantar ekki neitt, nema þá sjónvarpstækið...
(24)
í þessu sambandi kemur fram andspyrna Kiddu við hlutgervingunni sem
hún finnur ógna sér frá öllum hliðum.
— Eg átti ekki við hluti, mamma, það er fullt af drasli í kringum okkur,
— hlutum sem þið kaupið og allir kaupa. Hvaða gagn er að svona hlutum,
mamma?
(24)
Kidda reynir að hreyfa andmælum gegn hlutgervingu mannlegra sam-
skipta innan heimilisins. Lilja hefur samsamað sig hlutgervingunni, hún
er firrt, og þess vegna finnst henni uppsteytur Kiddu vera sjúklegur og
vill að hún taki róandi töflur. Kidda streitist á móti og gefst ekki upp
fyrr en í fulla hnefana eða þegar sambandsleysi hennar við foreldrana
verður henni ofviða.
Um hvað talaði pabbi við mig á kvöldin, þegar ég var lítil? — Það man ég
ekki. Ætli það hafi verið nokkuð sérstakt, bara svona eins og maður talar
við smákrakka, einhverja vitleysu. — Bara einhverja vitleysu? Kannski ég
fái töflu, mamma-------
(25)
Það kemur fram að Kidda hefur verið á taugatöflum samkvæmt læknis-
ráði vegna þess hvað hún varð „upptrekkt útaf alls konar smámunum“
175