Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1977, Page 71

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1977, Page 71
Lýst er ejtir Pétri Péturssyni verkamanni að vera hið endurleysandi afl sem veitir uppbót fyrir þá misþyrmingu sem mannlegir eiginleikar og þarfir verða fyrir. En þetta hlutverk er ekki ætlað kynhvötinni frá náttúrunnar hendi og tæknin verður þess vegna að koma til aðstoðar. Gefðu okkur töflur og meiri tækni til að drepa lygi hversdagsleikans í hjónasænginni. (197) Gefðu okkur töflur, svo að andvakan drukkni í æðisgengnum samförum... Gefðu okkur öllum ófrjóa, hamslausa gervikynorku í marglimm umbúðum, — helzt ódýra og á opinberum markaði. (198) Hér er framleiðsluauðvaldið ákallað og það verður við ákallinu. Það hefur nefnilega hag af þessari geysilegu fyrirferð kynhvatarinnar. Fyrst er þess að geta að á meðan menn drekkja andvöku sinni, vonbrigðum og óánægju með hjálp kynhvatarinnar þá verður óánægjan þeim ekki eggjun til að bindast samtökum gegn ríkjandi stétt. I öðru lagi hefur leiðum til arðráns enn fjölgað þegar kynhvötin er orðin að söluvöru. „Ég“ er hinn kúgaði og ávarpar kúgarann sem er „þú“. Hlutverka- skiptingin er samt ekki svo einföld. Ég get rekið þig úr sæti og setzt í það sjálfur. En ég óttast þig. Ekki þig í sæti þínu, heldur þig í mér. (199) Þú hatar mig í þér og þig í mér. (200) í hinum undirokaða býr m. ö. o. hugsanlegur kúgari og öfugt — að- stæðurnar ráða hvor hlutur okkar er. Það er engin lausn að biðja um fortíðina með „blessun fátæktarinnar með teikn sannleikans á veraldar- himninum" (bls. 201), misréttið var þar líka. „Ég“ gerir sér grein fyrir kúgun sinni en þekkir enga leið til lausnar. Afturhvarf til fortíðarinnar er óhugsanlegt og að gefa sig á vald hvömnum, „öskrinu", leysir engan vanda. — I upphafi bókarinnar var spurt: „Eigum við að ganga kringum einiberjarunn —?“ I bókarlok hljóðar spurningin: „Eigum við að ganga öfugan hring kringum einiberjarunn?" I þessum orðum felst áskorun um að snúa þjóðfélagsþróuninni, breyta stefnu hennar. Osvarað er hvert sú ganga myndi leiða. 181
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.