Tímarit Máls og menningar - 01.07.1977, Page 78
Tímarit Máls og menningar
„Ríkið rekur og kostar Þjóðleikhús og Leiklistarskóla íslands eft-
ir því sem fyrir er mælt í löggjöf um þessar stofnanir og í fjár-
lögum. Alþingi veitir einnig árlega fé í fjárlögum til stuðnings
annarri leiklistarstarfsemi:
I. Til Leikfélags Reykjavíkur.
II. Til Leikfélags Akureyrar.
III. Til Bandalags íslenskra leikfélaga.
IV. Til almennrar leiklistarstarfsemi.
V. Til leiklistarráðs.
Sveitarstjórnir veita fé til leiklistarstarfsemi í sveitarfélögum eftir
því sem ákveðið verður í fjárhagsáætlun þeirra, þó eigi lægri
fjárhæð til hvers leikfélags en ríkið greiðir samkvæmt 3. gr.“
Þetta lítur nokkuð vel út. Sérstaklega vekur liður IV vonir manns.
Almenn leiklistarstarfsemi. Það hlýtur að þýða að allir eigi rétt á stuðn-
ingi sem vilja setja upp leiksýningar. En þegar bemr er að gáð, kemur
í ljós að svo er ekki. Þessi liður á í raun og vem aðeins við áhugafélög,
því í 3. gr. segir að menntamálaráðuneytið úthluti fé því sem veitt er í
fjárlögum að fengnum tillögum Bandalags íslenskra leikfélaga og ein-
ungis áhugaleikfélög eiga aðgang að þeim félagsskap. Enn ljósar kemur
þetta svo fram í athugasemdum um einstakar greinar frumvarpsins. Þar
segir um 3. gr. að B.I.L. skuli koma fram gagnvart fjárveitingarvaldinu
fyrir hönd hinnar almennu leiklistarstarfsemi áhugafólks og gera tillög-
ur um úthlumn styrktarfjár. III. liður 2. gr. sem maður hélt í granda-
leysi að ætti við áhugafélögin á einungis við kostnað við skrifstofuhald
B.I.L. 4. gr. laganna fjallar um leiklistarráð. Þar segir að hlutverk þess sé
m. a. „að sinna öðrum verkefnum í þágu leiklistar í samráði við mennta-
málaráðuneytið." Hvað þetta „öðmm verkefnum“ þýðir er óljóst og
einnig það hve mikið fé þetta leiklistarráð fær til umráða, en ljóst virð-
ist þó að það á ekki að reka neina leiklistarstarfsemi.
Þessi lög banna sem sagt alla atvinnuleiklist í landinu utan þeirra
þriggja leikhúsa sem þarna eru á blaði. Eg segi banna þó engin ákvæði
séu um það, vegna þess að það er vitað mál að ekkert leikhús gemr lifað
án fjárstyrkja. Hér er sem sagt árið 1977 verið að samþykkja lög sam-
svarandi þeim sem þótm úrelt í nágrannalöndum okkar fyrir 10 til 15
árum. Það má gera ráð fyrir að þetta séu þau leiklistarlög sem okkur
er ætlað að búa við næsta áratug a. m. k., því fráleitt væri að ætla að
188