Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1977, Page 86

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1977, Page 86
Evrópukommúnismi, Stalínismi og nýja vinstrihreyíingin Viðtal við K. S. Karol (K. S. Karol er þekktur meðal marxista um allan heim. Hann fæddist árið 1924 í þeim hluta Póllands sem féll sovétmönnum í skaut árið 1939- I sjö ár bjó hann í Sovétríkjunum, stundaði háskólanám í Rostof og barðist með Rauða hernum. Að stríði loknu fluttist hann til Parísar þar sem hann hefur búið upp frá því. Hann hefur skrifað sæg greina og bóka um sósíal- ísku ríkin, Sovétríkin, Kúbu, Kína o. fl. Hann skrifar nú reglulega í franska vikublaðið Le Nouvel Observateur og ítalska dagblaðið II Mani- festo sem gefið er út af samtökum vinstra megin við ítalska kommúnista- flokkinn en eru þó hvorki maóísk né trotskísk. A s.L hausti sóttu hann heim tveir norðmenn, þau Siri Gullestad og Rune Slagstad, og áttu við hann eftirfarandi viðtal sem birtist í Sosialistisk árbok 1977 sem norska forlagið Pax gefur út. Viðtalið snýst um heims- hreyfingu kommúnista og þær hræringar sem verið hafa innan hennar á undanförnum árum. Sjálfur hefur Karol verið virkur þátttakandi í marx- ískri umræðu um langa hríð og er misvel séður í hinum ýmsu herbúðum sem kenna sig við sósíalisma og kommúnisma. Hann dvaldist um skeið á Kúbu en þarlendir sneru við honum bakinu síðar. Hann er ákafur andstalínisti en fer ekki dult með aðdáun sína á Kína. Hann gagnrýnir jafnt maóista sem forystuna í Sovétríkjunum, og raunar alla þá sem að hans mati misþyrma marxismanum. — Þýð.). Eftir Berlínarfundinn sagði franski marxistinn Rorger Garaudy: „Alþjóða- samband kommúnista (Komintem) var formlega leyst upp árið 1943■ Þessi ákvörðun var þó ekki framkvcemd til fulls fyrr en 1. júlí 1976 á ráðstefnu evrópskra kommúnistaflokka í Berlin.“ — Ertu samþykk- ur þessari túlkun Garaudys? K. S. Karol: — Þetta er mjög sérevrópsk túlkun. Eftir upplausn Komin- terns hefur margt orðið til að grafa undan einingu hinnar kommúnísku heimshreyfingar. Ég tel ágreining Sovétríkjanna og Kína mun þýðingar- meiri en Berlínarfundinn og frá því sjónarmiði fæ ég ekki séð að Berlínarfundurinn marki svo mikil tímamót. Þar með er ekki sagt að 196
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.