Tímarit Máls og menningar - 01.07.1977, Page 86
Evrópukommúnismi, Stalínismi
og nýja vinstrihreyíingin
Viðtal við K. S. Karol
(K. S. Karol er þekktur meðal marxista um allan heim. Hann fæddist
árið 1924 í þeim hluta Póllands sem féll sovétmönnum í skaut árið 1939-
I sjö ár bjó hann í Sovétríkjunum, stundaði háskólanám í Rostof og barðist
með Rauða hernum. Að stríði loknu fluttist hann til Parísar þar sem hann
hefur búið upp frá því. Hann hefur skrifað sæg greina og bóka um sósíal-
ísku ríkin, Sovétríkin, Kúbu, Kína o. fl. Hann skrifar nú reglulega í
franska vikublaðið Le Nouvel Observateur og ítalska dagblaðið II Mani-
festo sem gefið er út af samtökum vinstra megin við ítalska kommúnista-
flokkinn en eru þó hvorki maóísk né trotskísk.
A s.L hausti sóttu hann heim tveir norðmenn, þau Siri Gullestad og
Rune Slagstad, og áttu við hann eftirfarandi viðtal sem birtist í Sosialistisk
árbok 1977 sem norska forlagið Pax gefur út. Viðtalið snýst um heims-
hreyfingu kommúnista og þær hræringar sem verið hafa innan hennar á
undanförnum árum. Sjálfur hefur Karol verið virkur þátttakandi í marx-
ískri umræðu um langa hríð og er misvel séður í hinum ýmsu herbúðum
sem kenna sig við sósíalisma og kommúnisma. Hann dvaldist um skeið
á Kúbu en þarlendir sneru við honum bakinu síðar. Hann er ákafur
andstalínisti en fer ekki dult með aðdáun sína á Kína. Hann gagnrýnir
jafnt maóista sem forystuna í Sovétríkjunum, og raunar alla þá sem að
hans mati misþyrma marxismanum. — Þýð.).
Eftir Berlínarfundinn sagði franski marxistinn Rorger Garaudy: „Alþjóða-
samband kommúnista (Komintem) var formlega leyst upp árið 1943■
Þessi ákvörðun var þó ekki framkvcemd til fulls fyrr en 1. júlí 1976
á ráðstefnu evrópskra kommúnistaflokka í Berlin.“ — Ertu samþykk-
ur þessari túlkun Garaudys?
K. S. Karol: — Þetta er mjög sérevrópsk túlkun. Eftir upplausn Komin-
terns hefur margt orðið til að grafa undan einingu hinnar kommúnísku
heimshreyfingar. Ég tel ágreining Sovétríkjanna og Kína mun þýðingar-
meiri en Berlínarfundinn og frá því sjónarmiði fæ ég ekki séð að
Berlínarfundurinn marki svo mikil tímamót. Þar með er ekki sagt að
196