Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1977, Side 87

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1977, Side 87
Evrópukommúnismi hann sé með öllu ómerkur, en það má ekki ofmeta þýðingu hans. Það sem gerst hefur eftir 1968 — eftir innrásina í Tékkóslóvakíu — er að kommúnistaflokkarnir eiga erfitt með að halda fram stefnu hliðhollri Sovétríkjunum án þess að stefna pólitískum áhrifum sínum heima fyrir í voða. Berlínarfundurinn var því hápunktur ákveðinnar þróunar. En þessi hápunktur var tvíbentur: sovétmenn vissu fyrir að einstakir flokkar myndu reynast tregir til að samþykkja þann skilning sem þeir leggja í „lýðræðið“. En það sem skiptir máli fyrir Brésnéf var að komm- únistaflokkarnir studdu stefnu hans í utanríkismálum, þ. e. a. s. spennu- slökunin (detente) eins og sovétmenn túlka hana naut stuðnings. Leiðtogi ítalska kommúnistaflokksins (héreftir PCI), Palmiro Togliatti, setti á sínum tíma fram hugmyndina um „polysentrisma“ innan heims- hreyfingar kommúnista, þ. e. að í stað einnar miðstöðvar kcemu fleiri hér og þar í heiminum. Nú er að myndast nýr armur utan um hina „evrókommúnísku“ flokka á ltalíu, Spáni og í Frakklandi. Þýðir þetta ekki að miðstöðvar kommúnismans séu að verða þrjár í stað tveggja áður: ein sovésk, ein kinversk og ein evrókommúnísk? Eg tel að evrókommúnisminn standi ekki eins traustum fómm í veru- leikanum og Kína — en hann gæti gert það síðar. Verkalýðshreyfing þessara þriggja landa lýtur að verulegu leyti forystu kommúnista. Eins og er hafa flokkarnir í þessum löndum fjarlægst Sovétríkin. I rás atburð- anna, einkum í þróun verkalýðshreyfingar landanna, gætu þessir flokk- ar neyðst til að tileinka sér ný viðhorf, að verða eitthvað annað. En hvað það yrði er ekki ljóst. Þeir standa saman í gagnrýninni á Sovét- ríkin. Þeir leggja allir áherslu á að hljóta viðurkenningu sem lýðræðis- flokkar. Og þeir eru sammála um endurbótasinnuð viðhorf til þjóð- félagsþróunarinnar. — En á hinn bóginn eru þeir um margt ólíkir. Til dæmis leggja franski flokkurinn (PCF) og sá ítalski að nokkru leyti ólíkan skilning í þá kreppu sem kapítalisminn á við að glíma. Þetta verður þú að útskýra hetur. I vissum skilningi hafnar PCF því að um kreppu sé að ræða, — hann segir að málið snúist bara um stjórnun eins og fram kemur í stefnuskrá Vinstrifylkingarinnar. Flokkurinn heldur því fram að ef níu stærstu fyrirtæki Frakklands væru þjóðnýtt og þjóðfélaginu betur stjórnað yrði árangurinn 8% hagvöxtur á ári. Og þá væri hægt að jafna tekjunum betur niður á þegnana svo dæmi sé tekið. Þessi afstaða er jafneinföld og hún er skynsamleg — en heldur ekkert meira. — PCI segir á hinn 197
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.