Tímarit Máls og menningar - 01.07.1977, Síða 87
Evrópukommúnismi
hann sé með öllu ómerkur, en það má ekki ofmeta þýðingu hans. Það
sem gerst hefur eftir 1968 — eftir innrásina í Tékkóslóvakíu — er að
kommúnistaflokkarnir eiga erfitt með að halda fram stefnu hliðhollri
Sovétríkjunum án þess að stefna pólitískum áhrifum sínum heima fyrir
í voða. Berlínarfundurinn var því hápunktur ákveðinnar þróunar. En
þessi hápunktur var tvíbentur: sovétmenn vissu fyrir að einstakir
flokkar myndu reynast tregir til að samþykkja þann skilning sem þeir
leggja í „lýðræðið“. En það sem skiptir máli fyrir Brésnéf var að komm-
únistaflokkarnir studdu stefnu hans í utanríkismálum, þ. e. a. s. spennu-
slökunin (detente) eins og sovétmenn túlka hana naut stuðnings.
Leiðtogi ítalska kommúnistaflokksins (héreftir PCI), Palmiro Togliatti,
setti á sínum tíma fram hugmyndina um „polysentrisma“ innan heims-
hreyfingar kommúnista, þ. e. að í stað einnar miðstöðvar kcemu fleiri
hér og þar í heiminum. Nú er að myndast nýr armur utan um hina
„evrókommúnísku“ flokka á ltalíu, Spáni og í Frakklandi. Þýðir þetta
ekki að miðstöðvar kommúnismans séu að verða þrjár í stað tveggja
áður: ein sovésk, ein kinversk og ein evrókommúnísk?
Eg tel að evrókommúnisminn standi ekki eins traustum fómm í veru-
leikanum og Kína — en hann gæti gert það síðar. Verkalýðshreyfing
þessara þriggja landa lýtur að verulegu leyti forystu kommúnista. Eins
og er hafa flokkarnir í þessum löndum fjarlægst Sovétríkin. I rás atburð-
anna, einkum í þróun verkalýðshreyfingar landanna, gætu þessir flokk-
ar neyðst til að tileinka sér ný viðhorf, að verða eitthvað annað. En
hvað það yrði er ekki ljóst. Þeir standa saman í gagnrýninni á Sovét-
ríkin. Þeir leggja allir áherslu á að hljóta viðurkenningu sem lýðræðis-
flokkar. Og þeir eru sammála um endurbótasinnuð viðhorf til þjóð-
félagsþróunarinnar. — En á hinn bóginn eru þeir um margt ólíkir. Til
dæmis leggja franski flokkurinn (PCF) og sá ítalski að nokkru leyti
ólíkan skilning í þá kreppu sem kapítalisminn á við að glíma.
Þetta verður þú að útskýra hetur.
I vissum skilningi hafnar PCF því að um kreppu sé að ræða, — hann
segir að málið snúist bara um stjórnun eins og fram kemur í stefnuskrá
Vinstrifylkingarinnar. Flokkurinn heldur því fram að ef níu stærstu
fyrirtæki Frakklands væru þjóðnýtt og þjóðfélaginu betur stjórnað yrði
árangurinn 8% hagvöxtur á ári. Og þá væri hægt að jafna tekjunum
betur niður á þegnana svo dæmi sé tekið. Þessi afstaða er jafneinföld
og hún er skynsamleg — en heldur ekkert meira. — PCI segir á hinn
197