Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1977, Page 89

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1977, Page 89
Evrópukommúnismi til þeirrar ítölsku. Eftir 1969 fóru að verða til verksmiðjuráð í ítölsk- um verksmiðjum — en það var hlutur sem hvorki kommúnistaflokk- urinn né verkalýðshreyfingin voru neitt hrifin af. En þau öfl báru gæfu til að skilja að ekki þýddi að hundsa þessi ráð. Svo þau löguðu sig að þeim — að minnsta kosti hefur ítalska verkalýðshreyfingin breyst mik- ið fyrir þrýsting frá óbreyttum liðsmönnum. — Sams konar þróun hefur orðið á Spáni: upp úr 1960 fóru verkamannanefndirnar að myndast við allt önnur skilyrði. Verkamannanefndirnar eru ekki skilgreindar sem stéttarfélög heldur félagsleg og pólitísk hreyfing sem hefur reynst mjög þýðingarmikil — ekki í sambandi við beinar aðgerðir heldur baráttu- hæfni og -styrk verkamanna á vinnustöðum. Verkamannanefndirnar hafa reynst færar um að notfæra sér þá félagslegu spennu sem ríkir til að snúa fólki til liðs við baráttu fyrir nýrri þjóðfélagsgerð, þrátt fyrir kúg- unina og þrátt fyrir hið fasíska þjóðskipulag. Allt þetta leiðir í ljós viss- ar hliðstæður með spænska og ítalska kommúnistaflokknum og verka- lýðshreyfingum landanna. Það er engin tilviljun að nánasti samstarfs- aðili verkamannanefndanna á Italíu er FML (heildarsamtök verkamanna í járniðnaði sem voru stofnuð árið 1970), en þar er að finna fram- sæknasta hluta ítalskrar verkalýðshreyfingar. Annað er hins vegar uppi á teningnum í Frakklandi. Þar varð mikil sprenging árið 1968. En síðan datt allt í dúnalogn og frönsk verkalýðs- hreyfing hefur ekki breyst. Þar ríkir heldur ekki sambærileg félagsleg spenna þannig að ekki hefur reynst grundvöllur fyrir það umrót sem átt hefur sér stað í spænskum og ítölskum verksmiðjum. Því er bald-ið fram af sumum vinstrimönnum að hinir evrókommún- ísku flokkar séu ekki að gera neitt annað en það sem flokkar sósíal- demókrata í Norður-Evrópu hafa aðhafst í áratugi. Er það þín skoðun að evrókommúnisminn sé bara ný útgáfa af sósíaldemókratíinu? Nei, ég tel þetta tvennt ekki sambærilegt. Þrátt fyrir hentistefnu sína og endurbótastefnu eru kommúnistaflokkarnir fulltrúar annarra afla. Þau öfl sem að þeim standa eru mun samstæðari félagslega og þeir eiga sér miklu meiri hefð sem verkalýðsflokkar. Auk þess hafa þeir höfðað til fólks í krafti byltingarandans — en það hafa sósíaldemókratísku flokkarnir ekki gert. í þriðja lagi hefur borgarastéttin aðra afstöðu til þeirra en sósíaldemókrata — hún treystir þeim ekki að sama marki. Þetta skerpir andstæðurnar, án tillits til þess hvort forustumennirnir vilja njóta álits sem ábyrgir menn sem ekki berjast gegn kerfinu. Við þetta bætist 199
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.