Tímarit Máls og menningar - 01.07.1977, Page 91
Evrópukommúnismi
En efíir maí-uppreisnina í Frakklandi 1968 og verkföllin á Ítalíu
1969—70 eru það hinir hefðhundnu vinstriflokkar sem hafa styrkt stöðu
sína en ekki nýja vinstrihreyfingin. I Frakklandi og á Italín hafa komm-
únistaflokkarnir eflst en byltingarhóparnir tapað fylgi.
Það er ekki rétt að segja að þeir hafi tapað fylgi á Italíu þótt illa hafi
gengið hjá þeim í kosningum — kosningar eru mjög erfiður starfsvett-
vangur fyrir smáhópa. En þær eru ekki eini vettvangurinn. Það er því
ekki rétt að meta styrk nýju vinstrihreyfingarinnar á Italíu í Ijósi kosn-
ingaúrslita. Og þótt þessi úrslit hafi valdið vonbrigðum voru þau ekki
afleit. — I Frakklandi hefur nýja vinstrihreyfingin orðið fyrir áfalli eftir
1968 og nú er ekki mikið eftir af henni. Stærri hóparnir eins og La Ligue
Communiste og Lutte Ouvriére geta ekki með réttu talist til nýju vinstri-
hreyfingarinnar — þeir eru báðir mjög „gamlir“ hvort sem er að upp-
byggingu eða í skilgreiningum. — A Spáni er hins vegar til ný vinstri-
hreyfing sem hefur töluvert sterka stöðu innan verkalýðshreyfingarinnar.
Ut-an við kommúnistaflokkinn?
Já, en einnig innan hans, — það er ekki alltaf auðvelt að draga mörk-
in, því þar sem verkalýðshreyfingin er öflug og í framþróun vegna
mikillar spennu í þjóðlífinu skapast eining í athöfnum, aukinn sam-
runi „nýju" og „gömlu“ vinstrihreyfingarinnar.
Fn einni spurningu er enn ósvarað: lovers vegna eflast kommúnista-
flokkarnir?
Kommúnistaflokkarnir hafa forskot sem byggist á miklu öflugri skipu-
lagningu. En flokkarnir halda líka áliti sínu í krafti tvöfalds hlutverks:
annars vegar sem helsta vörn fyrir ávinninga verkalýðsins, hins vegar
sem öflugasti andstæðingur þeirrar auðstéttar sem hefur völdin. Meðan
þeir gegna þessu hlutverki munu þeir styrkja stöðu sína. En það er
ekki rétta leiðin að kljúfa þessa flokka eða ráðast beint framan að
þeim. Það verður að skapa þannig aðstæður, efla baráttuvilja hreyfing-
arinnar að því marki að kommúnistaflokkarnir neyðist til að taka sífellt
meira tillit til hennar og aðlaga stefnu sína að þróuninni. — Þetta er
dálítið sérstakt ástand og það er ekki hægt að draga ályktanir af því
eftir reynslu örfárra ára. Vissulega hafa menn orðið fyrir vonbrigðum,
en ýmislegt hefur líka áunnist.
Nokkrir smáhópar hafa rcett möguleikann á því að stofna fimmta
alþjóðasambandið. Hvert er þitt álit á slíku framtaki?
Eg hef alls enga trú á því.
201