Tímarit Máls og menningar - 01.07.1977, Side 93
Evrópukommúnismi
Málið snýst því með öðrum orðum ekki um „upplýsingakreppu“ t. d.
í Póllandi, sambandsleysi milli forustunnar og verkalýðsins?
Nei, hér eru hagsmunaárekstrar á ferð.
Árið 1948 úthýsti Stalín Tító úr félagsskap góðra kommúnista — í
Berlín var Tító hins vegar einn af höfuðpersónunum. Ber að skilja pessi
umskipti sem svo að stefna hins pjóðlega sjálfstceðis einstakra kommún-
istaflokka sem Tító heldur fram hafi orðið ofaná en nýstalínismi Brésnéfs
heðið lcegri hlut?
Þessa spurningu verður að orða nákvæmar. Það er augljóst mál að
sú staðreynd að Tító tekur í fyrsta sinn síðan 1948 þátt í alþjóðlegri
ráðstefnu kommúnista staðfestir að eftirlitið með einstökum flokkum
er ekki eins strangt og fyrir 1948 í valdatíð Stalíns þegar heimshreyf-
ing kommúnista laut algerlega einni stjórn. En þessir kommúnistaflokkar
eiga sér sameiginlegan arf á öðrum sviðum en hvað varðar skipulag:
sameiginlegan skilning á því hvað felst í fyrirbærinu sósíalismi, og þessi
arfur setur enn mikinn svip á flokkana. En þeir eru um leið ólíkir um
margt: vestur-evrópsku flokkarnir, sem standa frammi fyrir pólitískri
valdatöku, og ákveðnir sjálfstæðir flokkar í Austur-Evrópu standa sam-
an í andstöðunni gegn hinni hefðbundnu drottnun, eftirliti og forsjá
Moskvu. En það er nú svo að þessir flokkar — einkum þeir vestrænu —
gagnrýna ástandið í Sovétríkjunum þegar talið berst að lýðréttindum.
Ef þeir gerðu það ekki mundu þeir glata öllu trausti sem flokkar er
stefna að lýðræði í sínum heimahögum. En þegar kemur að þeirri
þýðingarmiklu spurningu hvers vegna ekki ríkir lýðræði í Sovétríkjunum
— og hvað sósíalismi yfirleitt er — þá eiga hvorki flokkarnir í Vestur-
Evrópu né Tító neitt svar. Þeir láta undir höfuð leggjast að leita svara
við þessum spurningum, ekki einungis vegna þess að þeir vilja forðast
algjör sambandsslit við Sovétríkin, heldur vilja þeir líka komast hjá því
að vefengja viss atriði í sinni eigin stefnu. Vandamálið er þetta: hverju
á að breyta í þjóðlífinu? Þar sem kommúnistaflokkarnir eru þeirrar
skoðunar að þýðingarmest sé að tryggja sem víðtækasta þjóðnýtingu og
betri stjórnun ríkisins og allt sem því fylgir, — þá hafa þeir ekki áhuga
á að taka undir gagnrýni t. a. m. kínverja sem gengur miklu lengra.
Hún skýrir syndafall Sovétríkjanna út frá heildarskilningi á þjóðfélags-
þróuninni, út frá því sem kínverjar nefna kenninguna um framleiðslu-
öflin.
203