Tímarit Máls og menningar - 01.07.1977, Side 101
Umsagnir um bækur
UNGIR MENN OG FÁTÆKIR
Sjálfsævisögur eru gömul bókmennta-
grein og mikils virt og virðist vegur
hennar fremur vaxa en minnka. Hér á
landi komu út nokkrar bækur úr þess-
um flokki á síðasta ári og vöktu þær
tvær, sem hér verða gerðar að umtals-
efni, meira umtal og athygli en nokkur
frumsamin skáldverk, að ég hygg. Þótt
hér verði spjallað um þessar tvær bæk-
ur undir einni fyrirsögn er það ekki
til að gera á þeim listrænan samanburð
eða reyna að skipa þeim í einhvern
einkunnastiga. Þær eru alltof ólíkar til
að slíkur samanburður hafi nokkurt
gildi. Það er þó óneitanlega fróðlegt að
bera þær hvora upp að annarri. Höf-
undar eru fæddir sama ár og báðum
lýkur þessum bókum á vori 1920. Ævi-
ferill höfundanna og lífskjör hafa ver-
ið harla ólík enda velja þeir að flestu
leyti gjörólíkar aðferðir þegar þeir rifja
upp minningar sínar.
Halldór Laxness hefur valið þann
kost í framhaldi fyrri endurminninga-
bókar sinnar að hlaupa yfir nokkur ár
sem liðu frá þvi hann kvaddi bernsku-
heimilið í lok bókarinnar I túninu heima
og þangað til hann kvaddi ættjörðina
í fyrsta sinni í upphafi Ungur eg var}
(Það sem úr er fellt er Reykjavíkurdvöl
1 Halldór Laxness: Úngur eg var.
Helgafell. Reykjavík 1976. 243 bls.
hans á unglingsárum og má vera að það
segi sína sögu um höfuðborg landsins
á því skeiði.) Það er líka býsna ólíkur
heimur sem blasir við lesanda í þessum
tveimur bókum. I hinni fyrri heimur
barnsins, fullur af þokka og einfaldleik,
í þeirri seinni heimur ungs manns sem
er að vísu barnslegur í ýmsu en hefur
fundið strikið og valið sér stefnu sem
hann fylgir fast.
Þótt rithöfundarefnið í Ungur eg
var standi mun nær sögumanni en
drengurinn I túninu heima beitir höf-
undur í meginatriðum sömu frásagnar-
tækni og í fyrri bókinni. Frásögnin er
hlutlæg, svöl og — ekki síst framan af
(Dulklæddur krakki) — krydduð sjálfs-
kímni. Það er eins og lesandi sjái fyrir
sér á kaupskipinu íslandi sumarið 1919
krakkann dulklædda, sem starir stórum
augum á matseðla og fyrirfólk og gefur
öllu nánar gætur af ákefð þess sem ætl-
ar að læra heiminn og sigra þó hann
sé nokkuð smeykur við allt það nýja sem
fyrir ber. En það eru fleiri með í för
en rithöfundarefnið unga grunar. Einn
sér við borð skammt frá simr laumufar-
þeginn, roskinn rithöfundur hvíthærður
með eilítið hafnar augabrýnn og nærri
ósýnilegt bros á vör og fylgist með pilt-
inum. I smttu máli sagt er lýsingin á
sögumanni sjálfum og því framandi
umhverfi, sem hann kynnist í Dan-
mörku og Svíþjóð, gerð af þeirri íþrótt
211