Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1977, Síða 101

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1977, Síða 101
Umsagnir um bækur UNGIR MENN OG FÁTÆKIR Sjálfsævisögur eru gömul bókmennta- grein og mikils virt og virðist vegur hennar fremur vaxa en minnka. Hér á landi komu út nokkrar bækur úr þess- um flokki á síðasta ári og vöktu þær tvær, sem hér verða gerðar að umtals- efni, meira umtal og athygli en nokkur frumsamin skáldverk, að ég hygg. Þótt hér verði spjallað um þessar tvær bæk- ur undir einni fyrirsögn er það ekki til að gera á þeim listrænan samanburð eða reyna að skipa þeim í einhvern einkunnastiga. Þær eru alltof ólíkar til að slíkur samanburður hafi nokkurt gildi. Það er þó óneitanlega fróðlegt að bera þær hvora upp að annarri. Höf- undar eru fæddir sama ár og báðum lýkur þessum bókum á vori 1920. Ævi- ferill höfundanna og lífskjör hafa ver- ið harla ólík enda velja þeir að flestu leyti gjörólíkar aðferðir þegar þeir rifja upp minningar sínar. Halldór Laxness hefur valið þann kost í framhaldi fyrri endurminninga- bókar sinnar að hlaupa yfir nokkur ár sem liðu frá þvi hann kvaddi bernsku- heimilið í lok bókarinnar I túninu heima og þangað til hann kvaddi ættjörðina í fyrsta sinni í upphafi Ungur eg var} (Það sem úr er fellt er Reykjavíkurdvöl 1 Halldór Laxness: Úngur eg var. Helgafell. Reykjavík 1976. 243 bls. hans á unglingsárum og má vera að það segi sína sögu um höfuðborg landsins á því skeiði.) Það er líka býsna ólíkur heimur sem blasir við lesanda í þessum tveimur bókum. I hinni fyrri heimur barnsins, fullur af þokka og einfaldleik, í þeirri seinni heimur ungs manns sem er að vísu barnslegur í ýmsu en hefur fundið strikið og valið sér stefnu sem hann fylgir fast. Þótt rithöfundarefnið í Ungur eg var standi mun nær sögumanni en drengurinn I túninu heima beitir höf- undur í meginatriðum sömu frásagnar- tækni og í fyrri bókinni. Frásögnin er hlutlæg, svöl og — ekki síst framan af (Dulklæddur krakki) — krydduð sjálfs- kímni. Það er eins og lesandi sjái fyrir sér á kaupskipinu íslandi sumarið 1919 krakkann dulklædda, sem starir stórum augum á matseðla og fyrirfólk og gefur öllu nánar gætur af ákefð þess sem ætl- ar að læra heiminn og sigra þó hann sé nokkuð smeykur við allt það nýja sem fyrir ber. En það eru fleiri með í för en rithöfundarefnið unga grunar. Einn sér við borð skammt frá simr laumufar- þeginn, roskinn rithöfundur hvíthærður með eilítið hafnar augabrýnn og nærri ósýnilegt bros á vör og fylgist með pilt- inum. I smttu máli sagt er lýsingin á sögumanni sjálfum og því framandi umhverfi, sem hann kynnist í Dan- mörku og Svíþjóð, gerð af þeirri íþrótt 211
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.