Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1977, Page 105

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1977, Page 105
þetta leitt hann til orðalags, sem mér finnst óeðlilegt og efast um að eigi sér ræmr í lifandi máli, en hitt er þó marg- falt oftar að stíllinn auðgast af þekk- ingu hans á alþýðlegu máli sem bersýni- lega er geysimikil. Bygging bókarinnar fylgir í megin- atriðum tímaröð þótt oft sé vikið aftur eða fram í tímann til að rekja uppruna manna eða fylgja þeim eftir til síðari tíma. Höfundur tekur fram í formála að hann hafi fellt burt umfjöllun um ættir foreldra sinna og held ég að það hafi verið hyggilega ráðið. Slíkt efni hefði einungis íþyngt bókinni. Raunar finnst mér einnig álitamál hvort fróð- leikur úr Oxnadal, þ. á m. Bændatal og Húsfreyjuvísur, hefði ekki átt að víkja líka eða dragast eitthvað saman. Raun- ar er ljóst að þarna er höfundur að bregða upp myndum úr því umhverfi, bæði náttúru og menningu, sem mótaði hann á þessu æviskeiði, en þó hygg ég að þetta efni hefði farið betur í bókar- auka aftan við kaflann Veganestið. Ekki tel ég vafa á því að Fátækt fólk verði ein af þeim ævisögum íslenskum sem muni lifa og verða taldar merkar heimildir, ekki aðeins um sitt sérstaka efni eða íslenskt mannlíf á sögutíman- um, heldur um manninn og samfélag hans. Bækurnar tvær, sem hér hefur verið fjallað um, og ólíkur æviferill höfund- anna virðast að nokkru leyti sanna sögu- skoðun Tryggva Emilssonar sem rekur örlög manna til umhverfis þeirra og ekki síst til efnalegrar aðstöðu. En þær sýna auðvitað líka að stéttaskipting eða stéttgreining í íslensku samfélagi í byrj- un aldarinnar var með sérkennilegum hætti. Margur hófst þá þegar úr litl- um efnum og eignaðist völ margra Umsagnir um bœkur kosta þótt kalla megi einsdæmi þá samverkan snilligáfu, skapfestu — og kannski tilviljunar — sem réði örlög- um Halldórs Laxness. Hinn hópurinn var þó víst áreiðanlega nokkuð stór sem átti fárra kosta völ, hvað sem hæfileik- um leið, á því herrans vori 1920, þeg- ar Tryggvi Emilsson kvaddi Gil í Oxna- dal en Halldór Guðjónsson þá Lars Lars- son í Trusta og Jón Pálsson frá Hlíð og tók lestina til Þrándheims yfir Storlien. Lesendur bókanna beina nú til höf- undanna spurningu sem fyrr var hreyft: hvað næst? Vésteinn Ólason. FRUMLEG SKÖPUNARGÁFA1 Það skal í upphafi tekið fram, að sú frásögn, sem hér fer á eftir, er ekki „ritdómur“ í eiginlegum skilningi. Til þess að ritdæma verk sem þetta þarf mjög yfirgripsmikla þekkingu á efnis- sviðinu og aðstæður til að kanna þær heimildir, sem höfundur hefur notað, svo og aðrar, sem til greina gætu komið. Hvorugu er til að dreifa hjá undirrit- uðum. Því verður að láta „umsögn“ nægja með ívafi persónulegra hugleið- inga. Rit það, sem hér verður sagt frá, er tíunda frumsamda bók höfundar (auk fjögurra útgáfna, sem M.J. hefur ritað mikið í). Þessi bók er að því leytinu frábrugðin flestum öðrum ritverkum 1) Matthías Jónasson: Frumleg sköpunar- gáfa. Vaxtarsproti og aflvaki í þróun menningarinnar. Reykjavík, Heims- kringla, 1976, 330 bls. 215
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.