Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1977, Qupperneq 109

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1977, Qupperneq 109
þjóðir leggja ofurkapp á að rækta sem eina af forsendum þeirrar samkeppni og þess velmegunarkapphlaups sem tröllrið- ið hefur andlegu lífi um mikinn hluta heims um alllangt skeið. Að þessu leyt- inu eru rannsóknarmenn þeir, sem frá er greint í bókinni, börn síns tíma. Það er ekki eingöngu af því að það sé svo ákaflega erfitt að meta listræna sköpun- argáfu, sem hún hefur verið undan- felld í rannsóknum, heldur líka (og kannski fremur) af því að hún ber miklu minni arðsemi, í efnislegum fram- förum mælda. En þó að fyrirbæri kunni að vera erfitt viðureignar í rannsóknarlegu til- liti og lítið áhugavert að ýmsra dómi, kemur það ekki í veg fyrir að það sé til („ca n’empeche pas d’exister," er haft eftir kunnum fræðimanni endur fyrir löngu). Frumleg sköpunargáfa er vissu- lega til á sviði orðlistar, myndlistar og tónlistar. Um það efast enginn. Og það er margt sem bendir til þess að tengsl hennar við almenna greind, eins og hún er mæld með greindarprófum, séu ekki ávallt ýkja mikil. Hafa menn t.a.m. aldrei skoðað sýningar á verkum van- gefinna og undrazt, hve þar er oft að sjá mikil listræn tilþrif? Eða hvað eig- um við að segja um „list“ svokallaðra frumstæðra þjóða, sem þó teljast standa lágt, hvað viðvíkur formlegri, vísinda- legri vitsmunagerð núlifandi „menning- arþjóða"? En hér er um að ræða svið sem sáralítið hefur verið rannsakað af sálfræðingum. Eg hefði gjarnan kosið að höfundur hefði lagt á þetta áherzlu og þá í framhaldi af því fjallað um eflingu list- rænnar sköpunargáfu í skólastarfi. En sá þáttur mannlegs vitundarlífs hefur vissulega verið vanræktur. Þetta er þá það, sem mér finnst helzt Umsagnir um bcekur athugavert við þessa bók. Eins og sjá má, er ég að óska þess, að fjallað hefði verið um efni, sem ekki er að finna innan spjalda hennar. Og má það kannski kallast ósanngjarnt. Að flestu leyti líkar mér ritið stórvel. Það er gríð- arlega efnismikið og samið af skýrleik og skerpu. Það er að vísu seinlesið, en þó ekki sökum þess að stíll sé tyrfinn eða strembinn. Bókin er ljómandi vel samin og málfar yfirleitt lipurt. Mér virðist þessi bók vera ein bezt samda bók höfundar og þeirra þægilegust af- lestrar. Þá er það og til fyrirmyndar, hvernig frá henni er gengið á alla lund. Próf- arkir eru svo vel lesnar, að ég rakst ekki á nema eina smávægilega prentvillu. Heimildaskrá er rækileg og atriðisorða- skrá fylgir í bókarlok. Sigurjón Björnsson. BORGARALEGUR MARXISMI OG ÍSLENSK VERKALÝÐSHREYFING Islenskir sagnfræðingar hafa lengi auð- sýnt skiljanlega, en lítt hetjulega tregðu við að gera tuttugustu öldina að við- fangsefni sínu. Hvað sem öllum hetju- skap líður þá virðist sem félags- og stjórnmálafræðingum sé eftirlátið það viðkvæma verkefni að rannsaka þjóð- félagsþróun síðustu áratuga. Ungur kennari við Félagsvísindadeild H.í. hefur tekið til við rannsókn ís- lenskrar verkalýðsbaráttu á þessari öld 1 Svanur Kristjánsson: íslensk verkalýðs- hreyfing 1920—1930. Félagsvísinda- deild Háskóla Íslands/Örn & Örlygur. Reykjavík, 1976. 219
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.