Tímarit Máls og menningar - 01.07.1977, Page 112
Tímarit Máls og menningar
hafi þó ekki hlotið óumdeilanlega sam-
félagslega viðurkenningu fyrr en síðar.
Niðurstöður síðari hlutans virðast
mjög traustar, bæði út frá heimildum
Svans og öðrum sem undirritaður hefur
séð. Þær eru þó engan veginn pottþéttar
enda er rannsóknin að sjálfsögðu ekki
tæmandi. Svanur rekur tilvitnanir úr
verkalýðsblöðum, en engin fullgild
trygging er gefin fyrir því að út frá
þeim megi alhæfa. Sú spurning vaknar
strax hvort það sama hafi gilt um öll
verkalýðsfélög allan áratuginn eða hvort
ekki þurfi að greina á milli þeirra út frá
ólíkum aðstæðum, ólíkum áherslum á
baráttumál og e. t. v. út frá einhverjum
grundvallarmun á baráttumálum. Hins
vegar er auðvitað ekki hægt að krefjast
þess að frumrannsókn á borð við þessa
svari strax öllum spurningum. Hún er
góð byrjun, varpar ljósi á margt og
vekur spurningar til frekari rannsóknar.
Það hefði einkum verið forvitnilegt
ef fræðikenning marxismans hefði verið
tekin betri tökum og henni beitt til að
kryfja auðmagnsþróun og samband
hennar við samtakamyndun verkalýðs.
Þá mætti samanburðurinn við Norður-
lönd taka til fleiri rannsókna en af
hálfu borgaralegra stjórnmálafræðinga,
þ. e. a. s. þeirra marxísku rannsókna á
sögu verkalýðshreyfingarinnar, sem mjög
hafa færst í vöxt hin síðustu ár.
Rannsókn Svans er gagnmerkt fram-
lag til íslenskra þjóðfélagsrannsókna og
gefur von um að þær taki framförum.
Þó á hún ámæli skilið fyrir það hversu
óhönduglega og villandi marxismanum
er beitt. Enn vantar íslenskan verkalýð
þá marxísku krufningu á sögu sinni,
sem gæti orðið honum lyftistöng í bar-
áttunni.
Gestur Gnðmundsson.