Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1977, Side 113

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1977, Side 113
Til félagsmanna Á fertugsafmæli Máls og menningar þykir hæfa að líta um öxl, horfa yfir far- inn veg og spá í framtíðina. Sú spurning hlýtur að leita á forsvarsmenn félagsins hvort það skipulag, sem verið hefur á Máli og menningu allt frá upphafi, sé enn hagkvæmt. Með hag- kvæmni á ég við hvort þetta skipulag hæfi til að ná þeim markmiðum sem félagið setti sér í upphafi og enn eru í fullu gildi. Annars vegar höfum við félagsráðið sem í eru að jafnaði 36 manns og hefur æðsta vald í málefnum félagsins. Það setur félaginu samþykktir, kýs stjórn þess og mótar stefnuna. Endurnýjun félagsráðs fer fram með þeim hætti að það kýs sig sjálft. Á hverju ári skulu víkja úr ráðinu 7—8 manns, en þá má að sjálfsögðu endurkjósa. Endurnýjun verður því óneitanlega harla seinvirk. Vissu- lega getur það haft í för með sér bæði kosti og ókosti. Kosturinn er tvímælalaust sá að meiri festa verður í skipan félagsráðs og reynsla félagsins sjálfs varðveitist margefld innan ráðsins. Það er félagsskap eins og okkar mikils virði að geta leitað ráða hjá eidri félögum sem fyrr hafa tekið þátt í að leysa strembin við- fangsefni fyrir félagið. Hitt er tvímælalaust löstur, að hætt er við stöðnun ef félagsráðið er ekki endurnýjað allhratt. Sjálfskipað félagsráð, sem hefur ekki inn- byggða hvatningu til endurnýjunar, vill einangrast frá straumum samfélagsins, verða innhverft og sjálfbirgið. Þá er hætta á ferðum. Segja má að æskilegra sé að leitast eftir meiri þátttöku hins almenna félaga og gera uppbyggingu félagsins lýðræðislegri. Undir öllum venjulegum kringum- stæðum hlyti það að styrkja félagið. Hitt er svo annað mál að bókmenntafélag hlýtur að hafa annan félagslegan bakgrunn og breiðari grundvöll en ýms önnur félög s.s. stjórnmálafélög, og þar af leiðir að þar hljóta önnur viðhorf að ríkja. Þótt jafnaðarhugtakið sé þjóðfélagslegt grundvallaratriði þá getur reynst tor- velt að beita því við ákvarðanatöku þegar gera á upp á milli „andlegra afurða.“ Lýðræðisleg stjórnun félags þarf að sjálfsögðu ekki að leiða af sér menningar- lega meðalmennsku — heldur fremur vera ein öruggasta tryggingin gegn menningarlegri einokun. Hitt atriðið í skipulagsmálum félagsins, sem skiptir meira máli, er uppbygg- ing félagsmannakerfisins. Þetta kerfi okkar er nú orðið fjörutíu ára gamalt og þarfnast nauðsynlega endurskoðunar — og þessi endurskoðun má ekki dragast úr hömlu. Félagsmannakerfi okkar hefur verið fyrirmynd bæði Almenna bóka- félaginu á sínum tíma og síðan á vissan hátt Gagni og gamni nýverið. Almenna bókafélagið aflagði þetta kerfi fyrir þremur árum en Gagn og gaman yfirtók aðeins lágmarksgjaldið án þess að félaginn fengi nokkuð í staðinn annað en rétt til afsláttar. 223
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.