Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1978, Qupperneq 103

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1978, Qupperneq 103
Sú sérstaða Sigfúsar Daðasonar sem vikið er að á kápusíðu hinnar nýju bók- ar hans, er vísast einmitt í því fólgin, hversu vel hann hefur tileinkað sér ný- stárlegan og nútímalegan Ijóðstíl án þess að slaka á nokkurn hátt á kröfum um nákvæmni og samþjöppun. I þessari síð- usm bók hans er raunar fremur horft með vakandi vimnd og köldu raunsæi á hinar nökm staðreyndir tilverunnar en að leitað sé á djúp hins draumkennda og dulúðga, og ljóðin hallast smndum meir í þá átt að vera heimspekileg til- vemgreining en Ijóðrænn myndvefur, þannig að sums staðar gæti jafnvel hvarflað að lesanda, að Sigfús sé kom- inn að mörkum ljóðrænnar tjáningar, en hins vegar em heldur ekki vandfund- in í bókinni ljóð sem sameina hrynjandi, hljóm, myndir og skarpa hugsun á mark- vissan hátt. En vemleikinn sem birtist í ljóðum þessarar bókar virðist við fyrsm sýn gjörsneyddur þeim ljóma og glæsileika sem við viljum gjarna sjá hann prýddan með. Lífið er raunar séð í „eins lúsugs hundkvikindis líki“ sem með góðu eða illu er fengið til að leggja niður róf- una og komast í það ástand sem á öðr- um stað er lýst sem „hinni sæluríku fylgispekt og hinu dáða uppburðarleysi og hinni guðdómlegu hræsni ... alls- leysi andans og doða lífsins“. Þeir sem eru „ólíkir öðmm“ og vilja hafa rófuna upprétta, eins og Jafet gamli á Efstabæ, em ógæfumenn, en hver veit nema hið sanna líf sé einmitt fólgið í óhamingju og árekstri við það sem ríkjandi er. I vorljóði bókarinnar kemur í ljós það misræmi sem er milli manns og náttúm í bæjarlífi nútímans: ærnar, kýr og smalinn koma þar lítt við sögu, en þeim mun meir sá alþjóðlegi óhroði, óhróður og flugufregnir sem menn nær- Umsagnir um bcekur ast á jafnt á hvaða árstíð sem er, nema kannski að vorvindar og vorbirta geri þetta enn áþreifanlegra og ljósara en ella. Það er ekki furða, þótt upp skjóti ósk- inni um að „komast burt“ eða byrja „nýtt líf“, eins og það heitir í sam- nefndum Ijóðum, en þó er eins og kraf- an um þetta sé sett fram fremur til að afhjúpa vonleysi og lágkúru þess ösku- gráa dags, „sem kom sí og æ samur og jafn, óendanlegur, óbreytilegur“, en að um raunverulegan kost sé að ræða. Nú eru góð ráð dýr, en ef mönnum skyldi detta í hug, eftir þessa útreið sem lífið fær, að líta til dauðans vonar- augum, er einnig fyrir því séð, að þeim verði ekki mikið úr því arna. Um dauðann eru tvö ljóð og í þeim lagt út af eða snúið út úr einkunnarorð- um eftir tvö rómversk skáld. Þau orð Katúllusar, að dauðinn sé ein, eilíf svefn- nótt, eru raunar sögð af honum til að telja ástkonu sína á að gefa sér þús- hundruð kossa, en verða hjá Sigfúsi undirstaða þeirrar „bjartsýnisheimspeki“, að þegar menn einu sinni eru dauðir verði þeir „engu ódauðari" á stórhátíð- um og tyllidögum en hvunndags og áhyggjurnar „sigli sinn sjó“ eins og „frillur konunga". Kenning Hórasar, að hann deyi ekki allur, í þeim skilningi, að hann muni lifa í skáldverkum sínum, er færð á þann veg, að líf kunni að leynast í litlutánni eftir andlátið og nef- títan geti brugðið sér á leik. Líf og dauði lenda því í rauninni undir sama hatti, en þeim mun meiri tíðindum sætir og þeim mun stórkost- legar orkar það, þegar einhvers staðar í bókinni rís hlámr úr myrkrinu, „tær og tindrandi", og einhvers staðar smýgur ljós „gegnum storesana út í haustsudd- ann“, og jafnvel gleðin sjálf, la gioia, birtist, að vísu ekki endilega sem vængj- 213
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.