Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1979, Side 6

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1979, Side 6
Timarit Máls og menntngar Finnst þeim það eitthvað ómerkari iðja en að skrifa fyrir fullorðna? Ég held ekki. Frekar hallast ég að því að höfundar freistist til að vinna „fullorðinsleik- rit“ úr sínum bestu hugmyndum, af því að þeim finnist þeir þurfa að taka öðru vísi á verkum fyrir börn. Tilhneiging til að skipta barnaleikritum upp í „vandamálaleikrit" og „ævintýraleikrit“ hefur áreiðanlega ruglað marga í rím- inu. Slik skipting væri óhugsandi fyrir fullorðna, enda flokkum við leikrit al- mennt í miklu fleiri flokka en tvo, án þess að nokkrum detti í hug að halda því fram að harmleikur sé merkilegri en farsi eða að framúrstefnuleikrit sé betra en comedia del arte. Það sem auðvitað skiptir höfuðmáli er að verkið sé sprottið af hugmynd, en ekki formúlu. Að höfundur hafi eitthvað að segja, hvað sem það kann að vera og hvort sem maður er því sammála eða ekki. Og að hann kunni að segja þannig frá á leiksviði að verkið eigi hvergi heima nema þar. Á nákvæmlega sama hátt verða góð barnaleikrit til. Allir eru sammála um að íslensk leikritun sé hornsteinn íslenskrar leiklistar, því þar speglast sá raunveruleiki og sá óraunveruleiki sem við búum við. Sú staðreynd að verk er íslenskt getur þó aldrei verið nægileg forsenda þess að það er tekið til sýninga, síst fyrir börn, og á meðan skortur er á góðum ís- lenskum barnaleikritum, er líklegt að menn freistist fremur til að sýna góð erlend leikrit fyrir íslensk börn. Útvarp og sjónvarp auglýsa eftir íslenskum barnaleikritum á barnaári og væri óskandi að eitthvað gott kæmi út úr þeirri samkeppni. En ekki er ég viss um að óskin um að verkin „gerist nú á dögum og lýsi öðru fremur lífi og að- stöðu barna í íslensku þjóðfélagi“ verki beinlínis hvetjandi á höfunda að reyna nýjar leiðir í gerð barnaleikrita. Ef til vill er þetta full mikil svartsýni og sannarlega eiga börn það inni amk. hjá íslenska sjónvarpinu að það leggi sig niður við svo sem eitt gott barnaleikrit, svo hörmulega sem það hefur staðið sig það sem af er barnaárinu. Þótt útvarpsráð hafi náðarsamlegast tilkynnt að barnaefnið verði ekki látið gjalda niðurskurðarins á dagskránni, er því miður ekki hægt að þakka því vel unnin störf í þágu barna á þessum vetri. Barna- tími sjónvarpsins hefur aldrei verið eins lélegur frá því að sjónvarpið tók til starfa og í vetur, hverju sem það er að kenna, og hefði kannski verið réttast af útvarpsráði að taka barnaefnið algerlega af dagskrá á meðan verið er að reyna að hysja vinnubrögðin upp úr þeirri lágkúru sem þau hafa verið í. Ekki hefur litasjónvarpið bætt úr skák, því oft er eins og verið sé að leyna fúskinu með óendanlega smekklausu litaskrúði. Þetta er vissulega ekkert einsdæmi með barnaefni í sjónvarpi, því flestir svokallaðir „skemmtiþættir“ sjónvarpsins eru gerðir án teljandi krafna um smekk, kunnáttu, innihald eða útfærslu og þá sama hvort átt er við augað eða eyrað. Það er slæmt að vanmeta fullorðið fólk, en það er ábyrgðarhluti að vanmeta smekk, tilfinningar og vitsmuni barna, hvort sem það er á barnaári eða öðru ári. 132
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.