Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1979, Qupperneq 8

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1979, Qupperneq 8
Timarit Máls og menningar lagi sem þolir ekki upplýstar umræður (eða hugsanlega breyta því í eitthvað sem ekki þolir dagsins ljós heldur). Afleiðingarnar af „ópólitísku" uppeldi má væntanlega lesa út úr könnun sem var gerð á viðhorfum stúdenta í háskólanum í Frankfurt í Vestur-Þýska- landi árið 1957. Þeir voru m. a. spurðir hvort þeir væru tilbúnir til að taka eitthvert pólitískt frumkvæði ef útlit væri til að andkommúnísk einræðisstjórn væri að komast til valda í landinu. Það kom í ljós að um fjórðungur hópsins þóttist tilbúinn til að gera eitthvað, tæp 10% til að verja lýðræðið, um 16% til að kollvarpa því. En þrír fjórðu hlutar stúdenta sýndu engan vilja til að taka neitt pólitískt frumkvæði, hvorki með né móti vesturþýsku lýðræði. Þeir reyndust í grundvallaratriðum ópólitískir. Við getum rétt ímyndað okkur hver jarðvegur slíkt menntamannalið hefði verið fyrir nýjan Hitler. Þetta var að vísu í Þýskalandi kaldastríðsáranna, þegar ætla má að hættan á andkommúnísku einræði hafi verið nánast bannorð. Okkur er samt hollt að hugsa út í hvort við erum miklu betur stödd. Hvaðan eiga börn okkar og unglingar að fá pólitíska fræðslu? Hver á að veita þeim pólitískt uppeldi? Hér er hætt við að lítið verði treyst á heimilin. Fyrst er það að margir upp- alendur eru haldnir pólitískum fordómum (af ýmsu tagi) sem hljóta að gera svör þeirra við einlægum spurningum ófullnægjandi. Við það bætist að það er vandasamt að skýra pólitísk fyrirbæri fyrir börnum og verður varla gert á viðunandi hátt undirbúningslaust í dagsins önn. Loks er ekki von að þeir sem ekki hafa hlotið sæmilegt pólitískt uppeldi sjálfir séu færir um að miðla miklu til barna sinna. Slíkt kemur engan veginn af sjálfu sér þó að aldurinn færist yfir mann. í þessu efni verður því varla á annað treyst en skólana, og þar ætti líklega helst að vera pólitískrar fræðslu að leita í greinunum sögu, félagsfræði og ef til vill landafræði. Nú hef ég að vísu ekki gert neina heildarkönnun á náms- efni í þessum greinum í skólum, en ég á stelpu sem var í 7. bekk grunnskóla (13 ára bekk) í vetur, og ég hef gluggað talsvert í þær bækur sem hún hefur komið með heim úr skólanum. Þar er raunar ýmislegt sem lítur nógu vel út áður en maður byrjar að fletta. Ef dæmt er eftir titlum bókanna einum getur maður haldið að þennan vetur sé einmitt ætlunin að leggja grunn að stjórn- málaþekkingu á skyldunámsstigi, enda ekki fráleitt að það sé einmitt rétti tíminn til þess. Fyrst er að telja íslandssögu 1874—1944 eftir Þorstein M. Jónsson. í henni má m. a. lesa rúma blaðsíðu um þjóðhátíöina 1874, næstum aðra um alþingis- hátíðina 1930 og hina þriðju um lýðveldishátíðina 1944. Skilmerkilega er sagt frá því hvaða sálmar voru sungnir, hverjir héldu ræður og hvaða erlendir gestir voru viðstaddir. Þar er líka sægur af fróðleiksklausum á borð við þessa: „Hall- grtmnr Sveinsson var biskup 1889—1908. Hann gekkst fyrir nýrri þýðingu á 134
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.