Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1979, Síða 16

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1979, Síða 16
Timarit Máls og menningar aldrei hreyfðir og há puntstrá uxu kringum þá. Aðeins þeir fræknustu úr hópi unglinganna gátu gert sér vonir um þá upphefð að verða útnefndir kóngar fyrir liðunum. Kóngarnir kusu sér menn og um það hvort liðið átti að byrja að vera inni. Kóngurinn sló fyrstur og fékk einu höggi fleira en aðrir liðsmenn. Sá sem gaf upp var æfinlega úr útiliðinu. Hann taldi högg- in og sá um það fyrir hönd síns liðs að þau væru hvorki of eða van, en hann varð að gefa vel og drengilega upp, því ekki var því tekið þegjandi að slá vindhögg. Léki minnsti vafi á að hægt væri að kenna uppgjöfinni um það fékk viðkomandi höggið bætt. Venja var að slá tvö högg og kóng- urinn þrjú. Ef ekkert högg var nógu gott til að komast út á því fóru menn á sussu og biðu færis. Það gat orðið löng halarófa af sussunni. Allir héldust í hendur og nóg var að sá aftasti stæði með annan fótinn á steininum. Svo hljóp allur skarinn þegar stóra höggið kom. Þeir sem úti voru dreifðu sér um völlinn og reyndu að grípa boltann eða stinga þá, sem hlupu út og inn, á leiðinni milli borganna. Væri BB- maður eða moli svo heppinn að grípa kom hann liðinu inn, sló fyrstur og fékk auka högg í premíu, rétt eins og hver annar, en hann mátti ekki stinga. Næði hann boltanum átti hann að kasta honum til næsta manns. Fyrir kom að molinn stakk og hitti, þá fóru kóngarnir í hár saman og rifust um það, hvort taka ætti mark á þessu frumhlaupi molans. Hann var stikkfri og átti þar af leiðandi ekki að stinga. Reglunum varð að hlýða. Þrasgjarnir og ranglátir kóngar voru settir af. Og yrði einhver uppvís að því að brúka rangt við, var það skömm sem erfitt var að lifa undir. Vel gat svo farið að frammistaða molans orkaði ekki tvímælis og liðin kæmu sér saman um, að hann væri fullgildur þátttakandi. Svona var slagbolti. Maður vissi hvar maður stóð í samfélaginu og hafði möguleika á að sýna hvað í manni bjó. Aldrei var neinn út undan. Og það var alltaf gaman. Svo kom vorið þegar allt breyttist og átti aldrei eftir að verða eins og áður var. Breski herinn kom á Vestdalseyrina. Fólki var þá þegar farið að fækka á Eyrinni og mörg hús stóðu auð. Hermennirnir settust að í þeim. Og þeir reistu sér tjöld út um tún og grundir. Landið var hernumið og fólk gat ekkert sagt við þessu. Menn áttu bara að vera þakklátir fyrir að þetta skyldu ekki vera Þjóðverjar sem áreiðanlega hefðu orðið miklu verri. I fyrsta Hrútahjallaveðrinu fuku tjöldin ofan af þeim. Osköp var að sjá vesalings mennina reyna að halda í poka og teppi, og ekki voru þeir her- 142
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.