Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1979, Blaðsíða 18

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1979, Blaðsíða 18
Tímarit Máls og menningar hlaupandi til okkar og otaði að okkur flagginu og skammaðist feikilega hátt. Hann vildi reka okkur í burtu. Við fórum hvergi. Þá kom sergeant Rúdólf labbandi. Hann var einn af Kanadamönnunum, sem bjuggu í skólanum. Hann var mjög stór, með gleraugu og alltaf með barðastóran hatt. Hárið á honum var hrokkið og grátt, þó var hann ekki mjög gamall. Hann fór frekar í taugarnar á okkur. Ekki svo að skilja að hann væri óvingjarnlegur við okkur, heldur þvert á móti. Hann einhvern veginn fylgdist með okkur, hló að okkur þegar við vorum að leika offíséra og skipti sér oft af okkur valdsmannslega. Stundum lét hann okkur lesa á súkkulaðipakka eins og til að gá að því hvort við þekktum stafina. Við skildum ekki hvað Rúdólf sagði, en samt tókst okkur að gera hon- um skiljanlegt með bendingum og pati, að við værum í okkar fulla rétti. Það værum við sem ættum Gránubalann og nú ætluðum við í slagbolta. Hann benti okkur að bíða, fór og kom aftur með súkkulaði og byrjaði að útdeila því. Eg vildi ekki taka við súkkulaðinu og mér fannst skammar- legt, þegar hinir krakkarnir settust ánægð á götukantinn með súkkulaði- bitann sinn og fóru að horfa á fótboltaleikinn. Eg ranglaði einsömul burtu. Skömmu seinna, þegar við vorum að hoppa í gluggaparadís fyrir neðan samkomuhúsið, kom Rúdólf. Hann stóð dálitla stund og horfði á okkur. Svo tók hann bolta upp úr vasa sínum og hampaði honum fyrir framan okkur. Krakkarnir þyrptust kringum hann og létu í Ijósi hrifningu sína á boltanum. Rúdólf horfði á mig, grá augun voru stór á bak við gler- augun. Eg hreyfði mig ekki. Þá gekk hann til mín með boltann í fram- réttri höndinni. Eg stóðst ekki freistinguna. Andartak hélt ég á þessum dýrgrip í lófanum. Þetta var svampbolti í fánalitunum, blár, rauður og hvítur. Hann var alveg af réttri stærð til að hafa í slagbolta, kannski eilítið of harður til að stinga með honum á löngu færi. Þá sá ég sigurbrosið á Rúdólf og það rann upp fyrir mér, að þetta var borgun fyrir Gránubalann. Hann var að kaupa okkur til að vera þæg fyrir súkkulaði og svampbolta. Eg henti boltanum og tók til fótanna. Boltinn lá þar sem hann lenti í marga daga. Krakkarnir reyndu að fá mig til að sækja hann: „Hann gaf þér hann,“ sögðu þau. Loks fóru þau og hirtu boltann. Eg vildi ekki vera með, þegar þau léku sér með hann í súdara, gollan eða þakbolta. Þau vildu ekki taka þátt í því lengur að hrekkja hermennina, þegar þeir kepptu í fótbolta, heldur sátu eins og glóp- ar á götukantinum og hámuðu í sig súkkulaði, ef boltinn rann útaf þutu þau til að ná í hann og þáðu hrós fyrir. Eg var ein að svippa allan guðs- 144
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.