Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1979, Side 26

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1979, Side 26
Tímarit Máls og menningar eins og þú hefur sáð.“ (bls. 36) Þessi maður drepur heldur ekki dýr sér til skemmtunar eins og hinn heldur tekur myndir af þeim. Þetta er gæfu- samur maður sem kemur sér vel hvar sem hann fer. Þá er sem sé búið að leggja línuna um hvernig á að haga sér gagnvart svertingjum og dýrum. Sama „dýraverndunarsjónarmið“ gildir gagnvart báðum. Svertingjar eru eins og dýr og ef vel er farið að þeim fylgja þeir og hlýða eins og hundar, afstaða sem óneitanlega minnir á afstöðu bónd- ans til húsdýra sinna. En hvaða eiginleika hefur Tarsan til að bera sem gera hann að einvaldi skógarins? Hann ræður yfir villidýrum jafnt sem svertingjum. Allir lúta konungi frumskógarins. Hann er breskur lávarður að uppruna en var alinn upp með öpum í frumskóginum. Hann skilur mál apanna og getur talað við þá og sama er að segja um viðskipti hans við innfædda Afríkubúa - hann skilur mál þeirra og þankagang. „Hann er blátt áfram hluti af þessu landi, alveg eins og ljónin eða frumskógurinn... En hann hefur eins mikil tök á þeim (svertingjunum) í ímyndun þeirra og hjátrú eins og andarnir þeirra, og þeir virðast næstum óttast hann meira.“ (bls. 34-35) Tarsan kemur fram sem vinur hvort sem er við dýr eða svert- ingja en í rauninni er hann valdhafinn, sá sem öllu ræður. Þetta með vin- samlegheitin er bara stjórnlist. Hann sér árangur vingjarnleikans í hlýðni og þjónslund og tilbeiðslu við sig, hvíta manninn sem er aðskotadýr en þó uppalinn í Afríku. Tarsan er hvort tveggja í senn, menntaður maður sem kann sig að hætti vesturlandabúa og náttúrulegur maður frumskógarins. „Eins auðveldlega hristi Greystoke lávarður (Tarsan) af sér hlekki menningarinnar, og skipt er um föt.“ (bls. 65) Birtist e. t. v. í þessu einhvers konar draumur „hins siðmenntaða manns“ um afturhvarf til náttúrunnar? Tarsan er óumdeilan- lega hetja hvar og hvernig sem á hann er litið. Hann hefur andlega jafnt sem líkamlega yfirburði yfir alla sem koma við sögu. Hann er sá sem bor- inn er til forystu vegna eðlislægra hæfileika sinna. Oll hugmyndafræði bókarinnar beinist þannig að því að réttlæta yfirráð hvíta kynstofnsins í nýlendum Afríku. Nokkrar bækur sem fjalla um samskipti hvítra manna og indíána í Norður-Ameríku komu út á þessum árum. Þar er um þrjá bókaflokka að ræða. Einn þeirra sker sig úr (Kötubækurnar)4 en þar er lýst á raunsæjan hátt lífsbaráttu landnema í Ameríku. Þær geta örugglega kennt íslenskum börnum heilmargt um stöðu indíána fyrr og nú. I hinum tveimur sverja hugmyndir sig í ætt við Tarsanbækurnar. Bækur í öðrum flokkum5 gerast 152
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.