Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1979, Page 30

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1979, Page 30
Tímarit Máls og menningar mæður í þessum bókum ekki utan heimilis. Þær eru heima, ávallt við- búnar að sinna manni og börnum. Tvær mæður hafa annað starf en í báðum tilfellum geta þær unnið það heima og hafa í sinn stað ráðskonur við eldhússtörfin. Athyglisvert er hvers konar störf feðurnir vinna. Þar eru m. a. tveir skógarverðir, dýralæknir, læknir og listamenn sem starfa heima. En snúum okkur aftur að söguhetjunum. Þær eru allar sannkölluð fyrir- myndarbörn. Þær eru duglegar í skóla og skara margar framúr, þær eru hressilegar en allt gaman þeirra er græskulaust og þær eru aldrei í neinni uppreisn. Þær hafa mörg „stráksleg" einkenni en þó er ljóst að þær hafa lagað sig að „kvenhlutverkinu" eða eru a. m. k. meðvitaðar um það að þær þurfi síðar að falla inn í það hlutverk. Þetta kemur víða fram, s. s. í áhuga þeirra á matreiðslu, fötum og útliti sínu - og útliti annarra. Það einkennir líka margar söguhetjur að þær vilja alltaf vera að láta eitthvað gott af sér leiða, fórna sér fyrir göfug málefni eða eins og segir um Kátu: „... hún var svo góð og kenndi í brjósti um alla minnimáttar, sjúka og fátæka.“10 Að hjálpa fátækum og bjarga fólki úr lífsháska kemur fyrir í næstum hverri bók. Stundum tekst að slá tvær flugur í einu höggi og gera þetta tvennt í einu. Að góðgerðastarfseminni vinna stelpurnar ýmist einar eða þær fá fullorðna í lið með sér. Alla jafna er þar um að ræða ríkt fólk sem hjálpar þeim sem lítið eiga. Samúð höfunda er með þeim fátæku, ekki sem stétt heldur sem einstaklingum. Lausn á vanda fátæks fólks er því alltaf einstaklingsbundin, jafnvel háð tilviljun og góðmennsku aðal- persónanna. Freistandi er að álykta að tilgangurinn með því að hafa í sög- unum fátækt fólk sé að gefa stelpunum tækifæri til að sýna góðmennsku sína og fórnfýsi. Sú tilgáta styrkist þegar afstaða til fátæktar er athuguð. Hún er aldrei sú að útrýma eigi fátækt og jafna mun milli ríkra og fátækra. A þann möguleika er aldrei bent í nokkurri bók. Tilgangurinn virðist fyrst og fremst sá að gefa lesendum góða fyrirmynd, svona eiga góðar stúlkur að vera. Yfirleitt er litið á fátækt sem sjálfsagðan hlut, jafn sjálfsagðan og það að vera ríkur. Tökum bókina Frænkurnar fjórar og amma í Fagra- dal sem dæmi. Þar segir frá forríkri ömmu sem gefur fátæku fólki gjafir á stórhátíðum. Af þeirri mynd sem í bókinni er dregin af þessu snauða fólki má skilja sem svo að það sé ekki svo slæmt að vera fátækur þegar maður á efnafólk eins og ömmuna að. Víða gætir þeirrar áráttu í stelpubókum að höfundar reyna að sætta börn við það að þau séu áhrifalaus í þeim heimi sem fullorðnir hafa 156
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.