Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1979, Side 31

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1979, Side 31
Þýddar barnabcekur skapað, kúga þau til hlýðni. Við getum tekið sem dæmi samtal Fríðu fjör- kálfs (í samnefndri bók)11 og mömmu hennar eftir að Fríða hefur fengið lágt í hegðun fyrsta árið sitt í skóla. ,Víst er ég stillt, en ég tala bara stundum í tímanum, og það vill kennslu- konan ekki.‘ ,Hún hefur alveg rétt fyrir sér,‘ segir mamma hennar. ,Það er kennarinn, sem hefur orðið í kennslustundunum og þá eiga börnin að vera stillt og taka vel eftir.' ,Þó að það sé leiðinlegt?' ,Já, vissulega. Hefurðu ekki enn lært það, Fríða mín?' (bls. 8) Og Fríða var send í betrun upp í sveit og kom þaðan „læknuð", hlýðin og stillt nokkru síðar. Við skulum í lokin draga saman helstu niðurstöður varðandi stelpu- bækur og hugmyndafræði þá sem úr þeim má lesa. Bækurnar segja mest frá því sem er skemmtilegt, spennandi og sérstakt en sleppa hinu hvers- dagslega. Með því falsa þær veruleikann gróflega. Þess er gætt að hafa allt það sem söguhetjur gera svo sérstakt að það getur ekkert venjulegt barn leikið eftir. Bækurnar eru þannig fjarlægar öllum þeim hversdagslega veruleika sem lesandinn þekkir af eigin raun. Það hlýtur að ýta undir þá hugmynd hjá lesanda að hans eigið líf sé harla fábreytt og leiðinlegt þar sem aldrei gerist neitt því líkt sem bækurnar segja frá. Það að vera alltaf að vinna til verðlauna, vekja athygli, lenda í spennandi ævintýrum eða bjarga fólki úr lífshættu gerir söguhetjur fjarlægar venjulegum lesanda, þó ekki svo fjarlægar að hann getur sett sig í þeirra spor, ímyndað sér að þar sé hann sjálfur á ferðinni og látið sig dreyma. Lesandi getur því aldrei litið á sig sem jafningja söguhetja né þekkt eitthvað af sjálfum sér í bók- unum. Söguhetjur standa honum alltaf miklu framar. Það er því hætt við að þessar bækur ali á minnimáttarkennd lesanda og geri hann óánægðan með sitt hlutskipti. Ennfremur verða fyrirmyndarmæður á fyrirmyndar- heimilum og feður, sem margir hafa frjálsan vinnutíma og geta leyft börn- um sínum að kynnast störfum sínum, áreiðanlega til þess að vekja öfund þeirra sem þekkja annað ástand. Bækurnar eru einnig eins og fram hefur komið fullar af íhaldssömum hugmyndum. Stéttaskipting er sett fram sem sjálfsögð og eðlileg, en góðgerðastarfsemi er lausn á vandamálum sem skapast af fátækt. I samræmi við það er fátækt fólk sem hjálpað er ekki í neinni uppreisn vegna aðstöðu sinnar eða róttækt í skoðunum heldur undirgefið, auðmjúkt og þakklátt. Oll þessi einkenni skipa stelpubókum í hóp dæmigerðra afþreyingarsagna. 157
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.