Tímarit Máls og menningar - 01.06.1979, Side 31
Þýddar barnabcekur
skapað, kúga þau til hlýðni. Við getum tekið sem dæmi samtal Fríðu fjör-
kálfs (í samnefndri bók)11 og mömmu hennar eftir að Fríða hefur fengið
lágt í hegðun fyrsta árið sitt í skóla.
,Víst er ég stillt, en ég tala bara stundum í tímanum, og það vill kennslu-
konan ekki.‘ ,Hún hefur alveg rétt fyrir sér,‘ segir mamma hennar. ,Það er
kennarinn, sem hefur orðið í kennslustundunum og þá eiga börnin að vera
stillt og taka vel eftir.' ,Þó að það sé leiðinlegt?' ,Já, vissulega. Hefurðu ekki
enn lært það, Fríða mín?' (bls. 8)
Og Fríða var send í betrun upp í sveit og kom þaðan „læknuð", hlýðin
og stillt nokkru síðar.
Við skulum í lokin draga saman helstu niðurstöður varðandi stelpu-
bækur og hugmyndafræði þá sem úr þeim má lesa. Bækurnar segja mest
frá því sem er skemmtilegt, spennandi og sérstakt en sleppa hinu hvers-
dagslega. Með því falsa þær veruleikann gróflega. Þess er gætt að hafa
allt það sem söguhetjur gera svo sérstakt að það getur ekkert venjulegt
barn leikið eftir. Bækurnar eru þannig fjarlægar öllum þeim hversdagslega
veruleika sem lesandinn þekkir af eigin raun. Það hlýtur að ýta undir þá
hugmynd hjá lesanda að hans eigið líf sé harla fábreytt og leiðinlegt þar
sem aldrei gerist neitt því líkt sem bækurnar segja frá. Það að vera alltaf
að vinna til verðlauna, vekja athygli, lenda í spennandi ævintýrum eða
bjarga fólki úr lífshættu gerir söguhetjur fjarlægar venjulegum lesanda,
þó ekki svo fjarlægar að hann getur sett sig í þeirra spor, ímyndað sér að
þar sé hann sjálfur á ferðinni og látið sig dreyma. Lesandi getur því aldrei
litið á sig sem jafningja söguhetja né þekkt eitthvað af sjálfum sér í bók-
unum. Söguhetjur standa honum alltaf miklu framar. Það er því hætt við
að þessar bækur ali á minnimáttarkennd lesanda og geri hann óánægðan
með sitt hlutskipti. Ennfremur verða fyrirmyndarmæður á fyrirmyndar-
heimilum og feður, sem margir hafa frjálsan vinnutíma og geta leyft börn-
um sínum að kynnast störfum sínum, áreiðanlega til þess að vekja öfund
þeirra sem þekkja annað ástand. Bækurnar eru einnig eins og fram hefur
komið fullar af íhaldssömum hugmyndum. Stéttaskipting er sett fram sem
sjálfsögð og eðlileg, en góðgerðastarfsemi er lausn á vandamálum sem
skapast af fátækt. I samræmi við það er fátækt fólk sem hjálpað er ekki
í neinni uppreisn vegna aðstöðu sinnar eða róttækt í skoðunum heldur
undirgefið, auðmjúkt og þakklátt. Oll þessi einkenni skipa stelpubókum
í hóp dæmigerðra afþreyingarsagna.
157