Tímarit Máls og menningar - 01.06.1979, Page 34
Timarit Máls og menningar
í nokkrum bókum eru lausnir á sakamálinu mjög einfaldar og tilvilj-
unarkenndar, mætti kalla kraftaverkalausnir. Dæmi um slíka lausn mála
er í bókinni Sigga fremst af öllum. Þar segir frá nokkrum pörupilmm sem
brjótast inn í íbúðarhús og stela m. a. mjög dýrmætum hring. Þeir fleygja
honum í stöðuvatn og eigandinn, frægur rithöfundur, telur hringinn að
eilífu glataðan. Dag einn fer Sigga sem oftar að veiða í vatninu. Stór gedda
bítur á færið og upp úr maga hennar skoppar hringurinn góði.
I þessum flokki komast krakkarnir oftast sjálfir á snoðir um sakamálin
en kalla lögregluna til hjálpar þegar þau hafa upplýst málið. Algengustu
sakamálin eru þjófnaðir ýmiss konar.
Að vera eins og pabbi
I öðrum flokki eru Nancýbækurnar og bækurnar um bræðurna Frank og
Jóa. Þess má geta að árið 1975 höfðu alls komið út 20 Nancýbækur og
15 bækur um Frank og Jóa á íslensku.
I þessum flokki eru söguhetjurnar á aldrinum 17-20 ára. Þær eru mun
sjálfstæðari en í 1. flokki en búa þó heima hjá foreldrum sínum. Bæði
Nancý og Frank og Jói eiga heima í smábæ í Bandaríkjunum. Atburða-
rásin hefst oftast þar, en oft stækkar sögusviðið. Persónurnar þurfa að
ferðast víða um Bandaríkin og jafnvel til annarra heimsálfa við lausn
gátunnar.
I þessum flokki er engin hópsamvinna eins og í fyrsta flokki. Sögu-
hetjurnar eiga sína vini, sem eru til taks ef á þeim þarf að halda, en hafa
lítil áhrif á gang mála. Aðalsöguhetjurnar hafa algjöra yfirburði yfir
félaga sína, þær hafa alltaf þá kunnáttu og þekkingu sem nauðsynleg er
við þær aðstæður, sem upp koma. Eða eins og segir á kápusíðu Frank og
Jóabókanna: „Þeir þeysa á mótorhjólum, aka bílum, fljúga í flugvélum
og þeysa um í hraðbátum í eltingaleik sínum við harðvítuga bófa og bófa-
flokka.“ Nancý hefur engu minni kunnáttu á þessi farartæki en strákarnir.
í báðum bókaseríunum er talað um leynilögregluáhuga unglinganna
sem arfgengan eiginleika, sem þeir hafa erft frá feðrum sínum. Faðir Nancý-
ar er lögmaður en faðir Frank og Jóa er einkaspæjari. Það eru þeir sem í
flestum tilfellum fá söguhetjur í lið með sér við lausn glæpamálsins. Oft
fá þeir unglingunum það verkefni í hendur að ráða niðurlögum vopnaðra
glæpamanna.
160