Tímarit Máls og menningar - 01.06.1979, Síða 43
Börnin yrkja
— Nei.
— Jú.
— Nei.
— Jú-
— Nei.
— Jú-
— Nei.
— Jú-
— Nei.
— Jú jú.
— Nei nei nei.
— Jú jú jú júúúúúúúúú.
— A hvað spilar hann, sagði Nonni.
— Harmoniku, sagði Manni. Veistu hvað harmonika er?
— Já, auðvitað veit maður það, sagði Nonni.
— Hvernig lítur hún út? sagði Manni órólegur.
— Ég v-v-v-ei-t það ekki, sagði Nonni.
— Ha hí ho ho, veit ekki hvernig harmonika er, trall lall la.
— Ég bara man það ekki rétt núna á mínótunni en pabbi minn skilaði
einu sinni á svoleiðis, en pabbi minn spilar núna á gítar.
— Þá er hann með skalla.
— Nei.
— Jú, allir menn sem spila á gítar eru með skalla.
— Nei, pabbi minn er með mikið hár, sagði Nonni. Allir menn sem
spila á harmoniku eru með skalla.
— Allir menn sem spila ekki neitt eru með skalla, segir Manni.
— Þá er mamma þín með skalla, segir Nonni.
— Konur með skalla ABB ABB ABB.
— Jú það eru oft konur með skalla.
— Mamma mín spilar á flautu svo hún er ekki með skalla, segir Manni.
— Mér er sama um mömmu þína, en mamma mín er ekki eð skalla,
segir Nonni.
Þá heyrðist kallað úr eldhúsglugganum hjá Manna: — Manni minn,
komdu nú inn að sofa. Þú ferð til ísafjarðar á morgun.
169