Tímarit Máls og menningar - 01.06.1979, Qupperneq 51
Ég á bíl
Jæja, segir mamma. Vertu kyrr. Kannski spretta bananar upp úr grautar-
pottinum hjá mér í kvöld. En það verður ekki þér að þakka.
Mamma fer inn á klósett og grætur svo hátt að það glymur í húsinu.
Eg get ekki baðað hann son minn í neinu nema tárum, skælir hún og
hefur svo hátt að allir heyra.
Hún kemur fram og fer rennblaut og tárvot í kápuna.
Það verður enginn vatnshræddur á þessu heimili við tárin úr mér, segir
hún og er hnuggin í alvöru. Eg ætti kannski að grenja fullt baðkar?
Róleg, segir Oli pabbi. Eg er alltaf svo rólegur, þó ég verði æstur. Fáðu
síðasta sopann af meðalinu.
Eina barnið mitt, segir Ola mamma og hágrætur ofan á Ola.
Hún grætur á höfuðið á honum og sléttir úr hárinu með tárunum.
Nú er mamma búin að gráta svo mikið að hún verður að kaupa sér tár,
segir Oli pabbi. Hún verður að fá tár, svo hún geti grátið.
Við verðum að kaupa tárið á svörtum, ef við flýtum okkur ekki, segir
Ola mamma.
Munið að ég hætti klukkan fimm, segi ég.
Þú skilur ekki barnið eftir eitt, þó okkur seinki um tíu mínútur, segir
Oli pabbi.
Hann fer í símann og segir:
Sendið mér bíl. Eg er kaupfélagsstjóri utan af landi. Og hafið bílstjór-
ann góðan.
Mamma er bíll, segir Oli.
Já, Oli minn, segir mamma. Eg er ósköp mikill bilaður og bensínlaus
skrjóður. En ekki er Oli pabbi betri. Hann gæti átt heima uppi í tré eða
ljósakrónu og lifað á perum.
Eg á víst þennan bíl, segir Oli pabbi um leið og bíll flautar fyrir utan
húsið.
Eg á bíl, segir Oli.
Mamma og pabbi eru ósköp miklir skrjóðar, og Oli litli á þá báða, segir
Oli pabbi.
12 TMM
177