Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1979, Side 53

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1979, Side 53
Frá hlýðni um efa til uppreisnar verunni. Þær bækur voru aðallega ætlaðar lágstéttarbörnum og koma eðli- lega til af því að upphaf frumlegrar bamabókaritunar fer hér á landi saman við róttæka raunsæisstefnu í bókmenntum, kreppu og vaxandi fylgi sósíalískrar hreyfingar. Islenskar bókmenntir eflast og dafna fram eftir stríðsárum eins og að ofan gat, en þá gerist það hins vegar að erlendar bækur, þýddar, einkum reyfarar, fara að flæða yfir börnin í gríðarlegu óhófi. Þessar bækur - um Benna og Beverley, Siggu, Möggu og afkvæmi Enidar Blyton - þær urðu geysivinsælar. Það má ekki síst ráða af því að fólk alið upp á kaldastríðs- árunum, þegar íslensk barnabókaritun var í listrænu hámarki, það man svotil eingöngu eftir að hafa lesið erlendar bækur á bernskuárum sínum. Ohemjusala og vinsældir þýddra barnabóka höfðu ýmisleg áhrif á ís- lenska barnabókahöfunda. Einstaka hélt sínu striki, hélt áfram að skrifa góðar, vandaðar bókmenntir handa börnum og unglingum og hjálpa þeim til að skilja samtíð og fortíð. Þeirra á meðal eru okkar besm höfundar, Stefán Jónsson og Ragnheiður Jónsdóttir, sem bæði skrifuðu sífellt betri listaverk handa unglingum allt til dauðadags. Aðrir gáfust upp og hættu að skrifa handa börnum, þeirra á meðal úrvalshöfundar eins og Gunnar M. Magnúss, Loftur Guðmundsson, Páll Sveinsson, sem kallaði sig Dóra Jóns- son. Við tóku höfundar afþreyingarbóka af ýmsu tagi, smátt og smátt, þar til svo var komið að á áratugnum 1960-70 var afþreyingin nánast einráð, sögur úr ímynduðum óskaheimi, væmnar bernskuminningar og svo hasar- bækur, sem fjölgaði stöðugt þann áratug með glæpareyfarann í broddi fylkingar.2 A blómaskeiði íslenskra barnabóka kom það iðulega fyrir að rithöfund- ar, þekktir fyrir bækur handa fullorðnum, skrifuðu eina til tvær barna- bækur - kannski m. a. til að vera með í þessari skemmtilegu þróun. Ég get nefnt til dæmis Huldu, Oskar Aðalstein, Guðmund Hagalín, Guðmund L. Friðfinnsson og Jakobínu Sigurðardóttur. Auk þess skrifuðu nokkrir höfundar jöfnum höndum bækur fyrir börn og fullorðna, t. d. Stefán Jóns- son, Stefán Júlíusson, Ragnheiður Jónsdóttir, Gunnar M. Magnúss, Margrét Jónsdóttir og Loftur Guðmundsson. Barnabókin naut virðingar. Síðan þá hefur verið afar sjaldgæft að rithöfundar hafi fengist við hvort tveggja eða skrifað barnabækur sér til hressingar milli annarra ritstarfa þótt það væri æskilegt fyrir alla aðila. Þessi þróun segir sína sögu um mat manna á barnabókum undanfarna tvo áratugi. Það hallaði sífellt meira á ógæfu- hlið. 179
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.