Tímarit Máls og menningar - 01.06.1979, Síða 55
Frá hlýðni um efa til uppreisnar
fóru að koma út í íslenskum þýðingum um 1960 voru ekki meðvitaðar
framanaf en fylgdu þróuninni, og vinsældir bókanna um Áróru og Litla
bróður og Stúf hafa haft sín áhrif á íslensku höfundana sem nú tóku upp
svipaða stefnu í bókum handa litlum börnum: Vilborgu Dagbjartsdótmr,
Kára Tryggvason, Rúnu Gísladóttur og Þóri S. Guðbergsson, Guðrúnu
Helgadóttur, Jennu og Hreiðar Stefánsson, Ármann Kr. Einarsson og Njörð
P. Njarðvík.
Bækurnar sem þessir höfundar skrifa lýsa daglegu lífi forskólabarna,
einkum í Reykjavík, og segja frá því hvernig börnin hugsa um bæði venju-
lega hluti og óvenjulega í lífi sínu og umhverfi. Oft eru þeir þankar at-
hyglisverðir: „Eg veit að til eru vondir menn,“ segir Úlla Kára Tryggva-
sonar. „En mamma segir, að einhvern tíma verði allir menn góðir, og engin
börn sem gráta. En það verður víst langt, langt þangað til.“ (Úlla horfir á
heiminn, 1973, bls. 21). Úllu finnst það áhyggjuefni, en svona hlýmr það
að vera.
Á afmælisdaginn birtist heillangt viðtal við ömmu dreka í dagblöðunum
og með einu var stór mynd af ömmu þar sem hún stóð í stofunni sinni við
myndina af afa sem dó. Þetta varð efni heilmikilla heilabrota hjá bræðr-
unum. Jón Bjarni kom nefnilega auga á merkilegt umhugsunaratriði.
Þarna er mynd af myndinni af afa, sagði hann hugsi. Ef svo væri tekin
mynd af þessari mynd og allt svoleiðis, hvað væri hægt að halda lengi svona
áfram? spurði hann pabba.
Jóni Oddi og Jóni Bjarna finnst „eitthvað svo óhugnanlegt við allt, sem
var endalaust" (Jón Oddur og Jón Bjarni, 1974, bls. 104). Og Sigrúnu
litlu hans Njarðar finnst gott að eignast systur en ekki bróður, því: „Strák-
arnir hérna í kring eru nefnilega svo agalega miklar frekjur. Og ekki
viljum við fá neinar frekjur í fjölskylduna okkar. Og stelpur eru aldrei
neinar frekjur. Að minnsta kosti ekki nema stundum.“ (Sigrún eignast
systur, 1977, bls. 11).
Börnin sem þessar bækur segja frá eru venjuleg börn, óvenjuleg kannski
aðeins af því að þau eru söguhetjur. Flest eiga þau móður sem vinnur úti,
sum eiga engan pabba. Það er ráðskast með þau fram og aftur eins og gert
er með börn. Þau vilja ekki flytja eða byrja í skóla, en á slíkt er ekki hægt
að hlusta, og þeim er sýnt fram á að það er alltaf best að láta undan, sætta
sig við ákvarðanir hinna fullorðnu. En til þess að þetta verði ekki of harka-
legt eru allar aðstæður barnanna eins og best verður á kosið. Labbi, Úlla,
181