Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1979, Page 59

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1979, Page 59
Frá hlýðni um eja til uppreisnar 1979- Barnabrek Tótu eru svo eðlileg og sjálfsögð að það er varla hægt að kalla þau brek, en þó hlýtur hún þung ámæli fyrir þau í sögunni og þunga refsingu: afskiptaleysi fullorðinna þegar hún er í hættu. I sögunni er alið á einmitt því sem börnum finnst allra sárast, að engum þyki vænt um þau eins og þau eru, þau þurfi að breyta sér og aðlagast hinum full- orðnu til þess að verða metin. Báðar gerðir raunsæilegra barnabóka hafa þann annmarka að þær geta ekki haft neitt öðruvísi en það er, þær geta ekki breytt neinu fyrir allan fjölda barna. Þótt einstaklingurinn sé búinn að komast að sínum niður- stöðum er annars allt við það sama. Þetta takmarkar vissulega umfang sagnanna, og þess vegna grípa margir höfundar til hugmyndaflugsins til að komast út fyrir þau takmörk. Hvers eiga hörn að leita og krefjast? Bókum um furðuverur og alls kyns ævintýri hefur farið heldur fjölgandi hjá okkur á þessum áratug, en flestar eru þær gerðar af fjarska litlu hug- myndaflugi. Þá fyrst finnst manni verulega reyna á hvað skáld er gott þegar það fer út fyrir veruleika sinn. Tvær bækur úr furðuheimi fantasí- unnar vil ég geta um hér, vegna þess að þær eru vel útfærðar og valda ekki vonbrigðum: Fýlupokana eftir Valdísi Oskarsdóttur og Sögu af Frans litla fiskastrák eftir Guðjón Sveinsson (báðar 1976). Bók Valdísar endar að vísu nokkuð skyndilega og hugarfarsbreyting fýlupokanna mætti vera betur undirbyggð en hugmyndin er að öðru leyti skemmtilega unnin. Heim- ur Frans litla niðri í sjónum á sér sterka hliðstæðu í mannheimi og þar nýtur fantasían þess að taka ráðamenn ómjúkum tökum með illkvittnis- legum afleiðingum. Sömuleiðis hefur Guðjón skrifað (í Jólablað Þjóðvilj- ans, 1977) dæmisögu um bandaríska hersetu á Islandi þar sem hann getur - af því að dæmisöguformið leyfir það - séð fyrir endalok hennar og látið þau gerast. Þessi saga Guðjóns höfðar þó e. t. v. meira til fullorðinna les- enda sem hafa gaman af að ráða í tákn sögunnar en til barna sem verða að fá hjálp við allt slíkt. Það er líka galli á henni að endirinn útheimtir að lesandi fái ekki samúð með neinni persónu í sögunni, og það verður kald- rifjað í sögu handa börnum. I Fransi er samúðin hins vegar með lítilmagn- anum, og þar er líka nóg til að skemmta sér við þótt maður skilji ekki háðið. 185
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.