Tímarit Máls og menningar - 01.06.1979, Page 67
Nornin í Múfftargötu
En til allrar hamingju átti Nadja yngri bróður sem hét Basír. Þegar
systir hans kom ekki aftur þá sagði Basír við sjálfan sig:
— Ábyggilega er það nornin sem hefur tekið hana, ég verð að fara og
frelsa hana.
Hann tók nú gítarinn sinn og hélt í Múfftargötu. Þegar sölukelling-
arnar 267 (sem allar voru ein og sama nornin) sáu hann þá tóku þær til
að öskra.
— Hvert ertu eiginlega að fara, Basír?
Basír lokaði augunum og svaraði:
— Ég er fátækur, blindur söngvari og ég ætlaði að syngja smásöng
til að fá nokkra aura.
— Hvaða söng þá? spurðu sölukellingarnar.
— Mig langar að raula söng sem heitir Hvar ertu Nadja?
— Nei, ekki þann söng! Syngdu eitthvað annað!
— En ég kann ekkert annað!
— Jæja, syngdu hann þá ofur lágt!
— Það skal ég gera! Ég syng bara afskaplega lágt!
Og Basír fór að syngja hástöfum:
Hvar ertu, Nadja?
Hvar ertu, Nadja?
Þú svarar ef heyrirðu til mín!
Nadja, hvar ertu?
Nadja, hvar ertu?
Ég sé ekki hvar þú ert!
— Ekki svona hátt! öskruðu sölukellingarnar 267. Þú ærir okkur.
Hvar ertu, Nadja?
Hvar ertu, Nadja?
Og þá var svarað ofurlágt:
13 TMM
193