Tímarit Máls og menningar - 01.06.1979, Síða 68
Tímarit Máls og menningar
Basír, ó Basír, ó, leystu mig nú!
svo nornin drepi mig ekki!
Þegar Basír heyrði þetta opnaði hann augun og sölukerlingarnar 267
stukku á hann æpandi:
— Hann þykist bara vera blindur! Hann þykist bara vera blindur!
En Basír, sem var enginn aukvisi, brá gítar sínum og steinrotaði næsm
sölukellingu með einu höggi. Hún steyptist á hausinn og hinar 266 duttu
um leið og hún, steinrotaðar líka.
Nú fór Basír búð úr búð syngjandi:
Hvar ertu, Nadja?
Hvar ertu, Nadja?
Og aftur svaraði ofurveik rödd:
Basír, ó, ó Basír, ó, leystu mig nú,
svo nornin drepi mig ekki!
Nú var ekki lengur neitt efamál að hljóðið kom úr grænmetissjoppunni.
Basír fór í einu stökki yfir útstillingarkassana og inn í sjoppuna um leið
og sölukellingin rankaði við sér og opnaði augun. Og á samri stundu
opnuðu hinar 266 sölukellingarnar líka augun. Sem betur fer tók Basír
eftir þessu og svæfði þær allar aftur með vel úti látnu gítarhöggi.
Svo fór hann að reyna að opna skúffuna á peningakassanum meðan
Nadja söng enn:
Basír, ó, Basír, ó, leystu mig nú,
svo nornin drepi mig ekki.
En skúffan var of erfið, það gekk ekki. Nadja söng og Basír puðaði og
194