Tímarit Máls og menningar - 01.06.1979, Síða 74
Timarit Máls og menningar
Tekin eru fyrir vandamál sem ætla má að séu almennt vinsæl og bent á
einfaldar lausnir. Mikið er lagt upp úr góðu handbragði í myndskreyting-
um og umbroti. Innrætingin er fólgin í staðfestingu á ríkjandi ástandi í
vestrænum iðnríkjum hins borgaralega lýðræðis. Sneitt er hjá deilumálum
er snerta stéttaskiptingu, kynþáttafordóma, trúmál, jafnréttisbaráttu kvenna
o. s. frv. og látið eins og þau séu ekki til. Síðan er bókunum fylgt eftir með
sjónvarpsþáttum, plakötum, brúðum, blöðrum, strokleðrum, límmiðum,
skyrtubolum, sparisjóðsbaukum og jafnvel sápu.
Bækurnar um Barbapapa eru gott dæmi um framleiðslu af þessu tagi.
Þær eru á margan hátt ágætar barnabækur. Þær eru fallegar og mynd-
skreytingar unnar af miklum hagleik. Börn geta skoðað þær aftur og aftur
og jafnan komið auga á ný atriði sem veita þeim ánægju. Þær eru samdar
af miklu hugarflugi og talsverðri kímni. Þær eru hlýjar og góðlátlegar.
En hugmyndafræði þeirra er fölsk. Þær taka fyrir vandamál sem ekki eru
líkleg til að valda miklum deilum. Hver er ekki á móti mengun eða eyði-
leggingu fallegra, gamalla húsa svo að dæmi séu nefnd? En falsið kemur
fyrst og fremst fram í lausn málanna. Þau eru nefnilega leyst með því
sem í íslenskri þýðingu er kallað „barbabrella“. Barbarnir geta breytt sér
í allra kvikinda líki og leysa hvers kyns vanda með fyrirhafnarlausum yfir-
burðum. Barbabrella er hin upplogna lausn þessara bóka. Og hún er ekkert
saklaust grín, því að hún leitast við að gera alvarleg vandamál nútíma-
manna að hégóma í augum barna. Mengun iðnríkjanna verður ekki leyst
með neinni barbabrellu. Aftur á móti eru það sömu aðilar sem valda meng-
uninni og standa á bakvið hina fjölþjóðlegu samprenmn: auðhringar vest-
rænna auðvaldsríkja.
Fjölþjóðlegt samprent hefur fleira í farangri sínum en falska hugmynda-
fræði. Þessi tegund barnabóka er á góðum vegi með að útrýma þjóðlegum
barnabókum víða í heiminum. Tölurnar í upphafi þessarar greinar tala
sínu máli um ástandið á Islandi. Blessun þessara ódýru barnabóka fylgir
sú bölvun að íslenskar barnabækur standa höllum fæti í samkeppni við
þær. Það stafar ekki af því að þær séu lakari. Það stafar af útliti og verði.
Islenskar barnabækur með svart-hvítum teikningum kosta jafnmikið ef ekki
meira en innfluttar bækur í öllum regnbogans litum. Þjónustan við glys-
girnina hefur löngum þótt góð söluvara, og barnabækur eru þar engin
undantekning. Island hefur ekki neina sérstöðu í þessu tilliti. Hið sama
gildir um öll hin svokölluðu smærri landssvæði og vanþróuð ríki. I Noregi
(sem er allstórt málssvæði borið saman við Island) hefur svipuð þróun
200