Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1979, Qupperneq 75

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1979, Qupperneq 75
Fjölþjóðlegt samprent átt sér stað. Þar í landi hafa áhugamenn um barnabækur látið í Ijós ugg um að fjölþjóðlegt samprent sé á góðri leið með að útrýma norskum barna- bókum. Og í þriðja heiminum svokallaða má heita að hið fjölþjóðlega samprent sé alls ráðandi. Og þar verður sama uppi á teningnum og í dæm- inu um Grænland hér að framan. Þar er lestrarefni barna miðað við að- stæður auðugra iðnríkja. Og þar er innræting þessara bóka í hrópandi and- stöðu við þann dapra veruleika sem börnin hafa fyrir augunum dag hvern. I rauninni eru höfundar þessara bóka samsekir útgáfuiðnaðinum. Vegna gríðarstórra upplaga tekst útgefendum að fá höfunda til að slá af eðlileg- um ritlaunum. Það gerir bækurnar enn ódýrari en stuðlar jafnframt að því að grafa undan útgáfu þjóðlegra barnabóka. Þannig eru þeir höfundar sem taka þátt í þessum leik að vinna gegn starfsbræðrum sínum og börnum hinna smærri málssvæða og vanþróaðra ríkja. Norrænir barnabókahöfund- ar eru nú farnir að gera sér þetta ljóst og eru sem óðast að vakna til með- vitundar um þann háska sem felst í þessum leik, jafnvel þótt þeir afsali sér tekjum með því að halda fast við ritlaun sín. Þetta hljómar kannski eins og þversögn en er þó staðreynd engu að síður. Þar sem fjölþjóðlegt samprent sinnir aðallega myndabókum og teikni- myndaseríum beinist þessi framleiðsla umfram allt að yngstu börnunum, þeas. aldurshópnum 4-8 ára. Það talnadæmi sem birtist hér að framan verður enn óhagstæðara íslenskum barnabókum ef miðað er við þennan aldur. Hér er líka meira í húfi að halda niðri verði bókanna og þar af leiðandi ennþá erfiðara fyrir íslenskar barnabækur að keppa við hinn fjöl- þjóðlega iðnað. Eg býst líka við að lesendur sjái það fljótlega í huga sér að íslenskar barnabækur eru miklu fremur skrifaðar fyrir börn eldri en 8 ára. Og þeir höfundar íslenskir sem skrifa fyrir yngstu börnin eru tiltölu- lega fáir. Engu að síður er ef til vill ennþá mikilvægara að einmitt þessi börn fái lestrarefni úr sínu eigin umhverfi. Mér er vel ljóst að ýmsir for- dómar eru á ferðinni þegar rætt er um bókmenntir fyrir yngstu börnin. Það þykir mörgum ómerkilegra að skrifa fyrir börn en fullorðna, en þó langómerkilegast að skrifa fyrir lítil börn. Ekki er það þó vandaminna. Og ekki gera slíkar bækur síður gagn. A því skeiði þegar börnin eru að byrja að læra að lesa, eru að byrja í skóla, þá er öll tilvera þeirra að ger- breytast. Þetta er eitthvert áhrifamesta mótunarskeið barnsins. Þess vegna fylgir því mikil ábyrgð að semja og gefa út bækur fyrir börn á þessum aldri. Það fylgir því mikil ábyrgð að ofurselja þessi börn fjölþjóðlegum, meiningarlausum afþreyingariðnaði þegar frá upphafi. Og meiningarlaus 201
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.