Tímarit Máls og menningar - 01.06.1979, Page 80
Tímarit Máls og menningar
Hún má horfa á fréttirnar í sjónvarpinu, en hún verður að hafa hljótt um
sig, til að trufla ekki þá fullorðnu.
I sjónvarpinu er kviknað í litlum krakka. Hann hleypur og hleypur og
gemr ekki slökkt í sjálfum sér. Hann gemr heldur ekki dáið strax.
— Æ, þetta stríð, segir mamma.
Flugvélar sveima yfir fallegu landi þar sem eru mörg tré og lítil skrýtin
hús. Vélarnar opna magana hver af annarri og ótal sprengjum rignir yfir
landið.
Trén og húsin tætast sundur og dökkur reykur stígur upp frá gapandi
gígum.
Anna Júlía getur ekki staðið upp.
Hún er máttlaus og hana svimar.
Þessvegna simr hún kyrr og horfir á hermennina marsera yfir sjónvarps-
skerminn.
Anna Júlía liggur og starir á myrkrið.
Hún þorir ekki að bæra á sér.
Hún heyrir hljóð úr myrkrinu. Fyrst lágt, svo hækkar það og verður að
drunum. Það er flugvél. Anna Júlía heldur niðri í sér andanum. Flugvélin
flýgur yfir með hávaða. Nú hlýtur hún að vera yfir húsinu. Rétt fyrir
ofan þakið. Anna Júlía er stíf af ótta. Æðaslátturinn í eyrunum blandast
saman við dyninn frá flugvélarhreyflunum.
Nú gerist það. Það sem hún hefur hugsað svo oft að muni gerast, einhvern
tíma, einhverja dimma nótt einsog þessa. Sprengjan er komin.
Hún veit það.
En ekkert gerist.
Flugvélin fjarlægist og brátt deyr hljóðið út með öllu.
Hún vildi geta teygt út höndina eftir Ijósinu.
En hún þorir ekki að draga handlegginn undan sænginni.
Myrkrið má ekki ná í hann.
Hún reynir að loka augunum, en það er verra. Myndirnar innan á augn-
lokunum em skelfilegar.
206