Tímarit Máls og menningar - 01.06.1979, Page 84
Sven Wernström
Hvað er gott og hvað er vont?
Erindi flutt á 8. þingi barna- og unglingabókaböfunda, 1978
Efni þessa þings er sú ógn sem norrænum barnabókum stendur af vit-
undariðnaði og sölumennsku. Vitundariðnaður er pólitískt hugtak, við ætl-
um að ræða um hann. Og við ætlum að ræða um barnabækur - líklega
er þá ætlunin að ræða um „góðar“ og „vondar“ barnabækur. Það væri því
best að byrja á að segja nokkur orð um „gott“ og „vont“.
I Svíþjóð er borgaraleg ríkisstjórn. Til er fólk sem finnst sú stjórn góð,
og til er annað fólk sem finnst hún vond. Stuðningsmönnum borgara-
flokkanna finnst hún góð, sósíaldemókrötunum í stjórnarandstöðu finnst
hún vond. Til eru líka fáeinir sem vita sínu viti og skilja að stjórnin er
góð miðað við þann tilgang sem hún hefur, sem er að gera hina ríku ríkari
og arðræna vinnandi fólk. Skínandi góð stjórn til að vinna að sínu tak-
marki.
I gósen-Svíþjóð þessarar stjórnar á að sýna kvikmynd í sumar sem heitir
Síðusm mannæturnar. Einn helvítis-tryllir, eins og Europafilm segir í aug-
lýsingum. Þetta er mjög ljót mynd með drjúgum skammti af kynlífssenum
og ofbeldi. Hún er unnin af óþekktu kvikmyndafólki á Italíu en á að
gerast á eynni Mindanau í Filipseyjaklasanum. I myndinni er ungum kon-
um nauðgað og síðan eru þær steiktar og étnar. Við fáum líka að sjá konu
ala barn, bíta sundur naflastrenginn og kasta barninu fyrir krókódíla.
Okkur dettur nú kannski í hug að þetta sé vond mynd, en það er líka
hægt að skoða hana frá gagnstæðum sjónarhóli: hún er góð miðað við
þann eina tilgang sem hún hefur, að slæva og forheimska stóran áhorf-
endahóp drengja á aldrinum 20-25 ára og safna peningum í hít framleið-
enda sinna.
Þannig er þessu einnig varið með afþreyingarbókmenntir handa börn-
um. Við segjum að þær séu slæmar, en þær eru góðar miðað við þann
\
210