Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1979, Page 92

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1979, Page 92
Timarit Máls og menningar „Og aldrei eignumst við víst framar lömb til að rýja hér í Kapela,“ sagði Stína María. En þar skjátlaðist henni. Þegar afi var kominn inn í herbergið sitt um kvöldið tók hann eftir því að stafinn hans vantaði. „Hann hefur sjálfsagt orðið eftir bak við fjárhúsið,“ sagði hann við Stínu Maríu. „Auktu mér nú leti og hlauptu eftir honum á þínum hraustu fótum.“ „En við borðum rétt bráðum,“ sagði mamma hennar. „Þú verður að flýta þér, Stína María, ef þú vilt ekki missa af rúgmjölsgrautnum.“ Það var liðið að hausti, kvöldsett og rökkvað kringum hús og bæi þegar Stína María hljóp af stað að sækja stafinn. Allt var kyrrt, ekkert hljóð heyrðist. Stínu Maríu var einkennilega innanbrjósts, og henni var ekki rótt. Hún fór að hugsa um allt sem hún hafði heyrt um skógardísina og tröllin, um álfana og vatnabúann og um undirheimafólkið. Hún fór að sjá alls konar sýnir. Heysáturnar í túninu voru svartar og illilegar í rökkrinu, það voru tröllin sem gátu komið á hverju andartaki þrammandi í átt til hennar á loðnum fótum. Þokuslæðurnar úti á enginu, það voru víst álf- arnir sem liðu hægt nær og nær til að heilla hana til sín. Og skógardísin með augun starandi, stóð hún þarna milli trjánna og horfði á barnið sem var eitt á ferli seint um kvöld? Og hvað var undirheimafólkið að gera, það sem ekki mátti nefna með nafni? En í brekkunni bak við fjárhúsið, þar sem afi hafði setið, lá stafurinn. Stína María tók hann upp, og þegar hún fann mjúkt handfangið í greip sinni var hún ekki lengur hrædd. Hún settist á stein, horfði yfir tún og engi, yfir skóga og hús. Hún sá að þetta var jörðin Kapela sem henni þótti svo vænt um, heysátur á túni sem áttu að fóðra féð um veturinn, sveimandi þokuslæður á engjum, dökk tré í skógi, bjarminn frá nota- legum arineldinum á rúðunum heima. Allt var þetta hluti af Kapela sem henni þótti vænt um, og hún var ekki hrædd. Jafnvel steinninn sem hún sat á var hluti af Kapela. Afi var vanur að kalla hann „Refasteininn", og undir honum var gat niður í jörðina. Afi sagði að það væri gamalt tófugreni, en enginn í Kapela hafði séð tófu þarna. Stína María hugsaði um tófuna og hún hugsaði um úlfinn, en hún var ekki hrædd. Hún tók stafinn og sló honum niður í jörðina, alveg eins 218
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.